Algert virðingarleysi gagnvart eldri borgurum!

Alþingi samþykkti ný lög um almannatryggingar í lok þings síðasta haust en þinginu lauk í byrjun oktober vegna þingkosninga í lok oktober.Samþykktur var nýr lagatexti fyrir Tryggingastofnun og samkvæmt honum átti ekki að skerða lífeyri eldri borgara hjá almannatryggingum vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Skerðingarákvæðið féll út.Valdhafarnir segja,að það hafi verið mistök.En síðan eru liðnir rúmir 5 mánuðir.Gamla ríkisstjórnin var við völd í rúma 3 mánuði eftir að þingið afgreiddi lögin um almannatryggingar.Það þarf enginn að segja mér ,að enginn úr stjórnarliðinu,hvorki stjórnmálamaður né embættismaður  hafi tekið eftir því á öllum þessum tíma, að það var engin heimild í nýjum lagatexta um almannatryggingar til þess að skerða lífeyri eldri borgara frá TR.Ef þingmenn stjórnarliðsins hafa verið blindir á lagatextann hafa  a.m.k. fulltrúar velferðarráðuneytisins og TR  tekið eftir því,að í lagatextanum var ekki heimild til þess að skerða lífeyri eldri borgara frá TR.En hvers vegna var þetta þá ekki leiðrétt strax? Svarið er einfalt: Það var vegna virðingarleysis fyrir lagatextanum og vegna virðingarleysis fyrir eldri borgurum.Valdhafarnir,stjórnmálamenn og embættismenn, töldu sig geta komið fram við eldri borgara eins og þeir væru réttlausir.Þeir töldu sig geta skert lífeyri eldri borgara af gömlum vana þó engin heimild væri til þess í nýjum lögum um almannatryggingar.Og það var þetta sem þeir gerðu.Þeir skertu lífeyri aldraðra í 2 mánuði án heimildar,þ.e. um 5 milljarða króna.En til þess að kóróna ósómann var látið svo sem greitt hefði verið samkvæmt lögunum,þ.e. án skerðingar en sagt: Þið þurfið ekkert að greiða til baka. Það var beitt blekkingum.Ég tel þetta hámark ósómans.Þetta er hámark virðingarleysis gagnvart eldri borgurum og gagnvart þegnunum.Hvers vegna var þingið ekki kallað saman strax í byrjun janúar,ef nauðsynlegt var að leiðrétta lagatextann? Var það of óþægilegt fyrir þingmenn? Ef villa hefði varðað launafólk almennt,alla á almennum markaði eða alla opinbera starfsmenn þá hefði þingið verið kallað saman til þess að " leiðrétta" .En það var ekki kallað saman,þegar eldri borgarar áttu í hlut.M.ö.o.: Algert virðingarleysi fyrir eldri borgurum.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 3. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband