Eldri borgarar vilja,að almannatryggingalögin verði leiðrétt;þau skerða rétt aldraðra í dag

 

 

Velferðarnefnd alþingis boðaði fulltrúa Félags eldri borgara í Reykjavík og fulltrúa Landssambands eldri borgara á sinn fund til þess að ræða breytingu á lögunum um almannatryggingar vegna klúðurs við samþykkt laganna í oktober 2016.Á fundinum sögðu talsmenn FEB í Rvk að  lögin um almannatryggingar og frumvarpið um leiðréttingu fælu í sér annmarka,sem skertu rétt eldri borgara með einum og öðrum hætti.Fulltrúar FEB komu því til skila,að leiðrðétta þyrft lögin af framangreindum ástæðum. Þeir vildu að lögin í heild yrðu leiðrétt um leið og klúðrið væri lagfært en svo varð ekki.

 Eldri borgarar hafa gagnrýnt það harðlega, að frítekjumark vegna atvinnutekna skyldi skert með nýjum lögim og lækkað úr 109 þúsund krónum á mánuði í 25 þúsund krónur á mánuði.Þetta gerðist um leið og síðasta ríkisstjórn lýsti því yfir,að það væri eitt helsta markmið nýrra laga um almannatryggingar að greiða fyrir atvinnuþátttöku eldri borgara.Eftir,að nýju lögin hafa tekið gildi hljómar þetta eins og brandari : Ríkisstjórnin gerði þveröfugt við það sem hún boðaði.Nýja ríkisstjórnin hefur enn ekki áttað sig á því,að þetta sé vandamál. Hún er ekkert að flýta sér að leiðrétta þetta.Nýi félagsmálaráðherrann sagði, að þetta yrði leiðrétt einhvern tímann á kjörtímabilinu. En það á að leiðrétta þetta strax, þ.e. í næstu viku.

 Eldri borgarar vilja losna við allar skerðingar en fyrir utan afnám skerðinga vegna atvinnutekna er brýnt að  afnema skerðingar vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Eldri borgarar,sem greitt hafa í lífeyrissjóð á starfsævi sinni fengu innsýn  í það undanfarið hvað ríkið og tryggingastofnun er að hafa mikið af þeim með skerðingum.Það kom í ljós,að  með skerðingum, með því að velta fjárhagsvanda ríkis yfir á eldri borgara sparar ríkið  sér 2,5 milljarða króna á mánuði.Ríkið eða Tryggingastofnun hafði ekki lagaheimild í janúar og febrúar, til þess að skerða lífeyri aldraðra um þessar fjárhæðir en gerði það samt.Þegar einhver brýst inn í verslun og tekur peninga,sem hann á ekki, heitir það þjófnaður.En heitir það eitthvað annað ef ríkið eða Tryggingastofnun tekur fjármuni af eldri borgurum án lagaheimildar? Svari hver fyrir sig.Hér er um talsverða fjármuni að ræða eða 30 milljarða á einu ári. Eldri borgara munar um þessa fjárhæð.Þeir þurfa að fá hana.Þeir eiga rétt á henni. Ríkisvaldið ætti að eigin frumkvæði að endurgreiða öldruðum þessa 5 milljarða,sem það tók ófrjálsri hendi af eldri borgurum.Það mundi bæta samskiptin milli aldraðra og ríkisvaldsins..

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 4. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband