4500 aldraðir missa grunnlífeyri almannatrygginga!

Um síðustu áramót var grunnlífeyrir almannatrygginga felldur niður.Við það misstu 4500 eldri borgarar lífeyri sinn hjá almannatryggingum.Þeir voru strikaðir út úr kerfi almannatrygginga; fá ekki krónu þar.Grunnlífeyrir hafði alltaf verið heilagur; hann var ekki skertur vegna greiðslna úr lífeyrissjóði (nema að hluta til á kreppuárunum).Félag eldri borgara i Reykjavík barðist harðlega gegn skerðingu grunnlífeyris í tíð ríkisstjórnar VG og Samfylkingar.Grunnlífeyrir var endurreistur eftir kosningarnar 2013.En það stóð ekki lengi.Grunnlífeyrir var felldur alveg niður um síðustu áramót. Félag eldri borgara gagnrýndi þetta harðlega.En allt kom fyrir ekki. 4500 eldri borgarar voru strikaðir út úr almannatryggingum þó þeir hefðu borgað tryggingagjald og skatta alla sína tíð og hafi átt rétt á lífeyri frá TR.Því var lýst yfir þegar almannatryggingar voru stofnaðar 1946 að þær ættu að vera fyrir alla án tillits til stéttar eða efnahags.En það er búið að svíkja það.

Björgvin Guðmundsson


Finna verður nýja leið til þess að tryggja,að aldraðir njóti allra réttinda sinna í lífeyrissjóðum

 

   

 

Íslensku lífeyrissjóðirnir eru orðnir gífurlega sterkir.Eignir þeirra nema orðið yfir 3500 milljörðum  króna.En hvernig stendur á því að sjóðfélagar ,þeir sem byggt hafa upp sjóðina, njóta ekki betur styrkleika sjóðanna? Það er vegna þeirrar miklu skerðinga,sem ríkið og alþingi hefur ákveðið að framkvæma gagnvart sjóðfélögum. Enda þótt það kæmi skýrt fram, þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir, að þeir ættu að vera viðbót við almannatryggingar vantar mikið á, að svo sé.Lífeyrissjóðirnir valda miklum skerðingum á lífeyri sjóðfélaga úr almannatryggingum.Það er með öðrum orðum gert þveröfugt við það, sem var yfirlýst markmið, þegar sjóðirnir voru stofnaðir.

  Stjórnvöld,hver sem þau eru, standa föst gegn því, að sjóðfélagar fái að njóta lífeyrissparnaðar sins að fullu.Þau virðast staðráðin í því að skerða lífeyrinn gegndarlaust. Þetta sást vel á fyrstu 2 mánuðum yfirstandandi  árs.Enda þótt engin heimild væri í nýjum lögum um almannatryggingar  fyrir því að skerða lífeyri aldraðra hjá TR vegna greiðsna úr lífeyrissjóði var skerðing framkvæmd ei að síður i algeru heimildarleysi.Það er orðnn „kækur“ stjórnvalda að skerða lífeyri eldri borgara.Þau teja sig ekki þurfa lagaheimld til þess! Hvað er til ráða? Sennilega er ekkert til ráða annað en að borga hluta af lífeyrissparnaðinum beint til sjóðfelaga; þ.e. að gera lífeyrissjóðina að hluta til að gegnumstreymissjóðum. Þetta er róttæk tillaga, nánast byltingarkennd. En ég kem ekki auga á neina aðra leið vegna þvermóðsku stjórnvalda. Launþegar,sjóðfélagar verða að krefjast þess,að hluti lífeyrissjóðssparnaðar  verði greiddur beint til sjóðfélaga, í byrjun.Sjóðfélagar njóta þá þess hluta sparnaðar síns strax úr því þeir fá ekki að njóta hans að fullu ,þegar þeir eru komnir á eftirlaun.Sennilega yrði að semja um þessa breytingu við atvinnurekendur.

Undanfarið hefur ávöxtun lífeyrissjóðanna verið mjög góð. Hún var 7,2% 2014. Réttindi sjóðfélaga voru ekkert skert undanfarin ár en eftir bankahrunið töpuðu lífeyrissjóðirnir svo miklu ( yfir 500 milljörðum) að margir lífeyrissjóðir skertu lífeyrisgreiðslur til sjóðfélaga sinna verulega. Lífeyrissjóðirnir mega nú ávaxta fé sitt erlendis en auk þess eiga þeir orðið gifurlega mikið i innlendum fyrirtækjum.Er nú svo komið,að Bjarni forsætis er farinn að lýsa áhuggjum sínum af því hvað lífeyrissjóðirnir eigi mikið í innlendum atvinnurekstri!

Nauðsynlegt er að breyta stjórnarkjöri í lífeyrissjóðunum.Í dag er það  verkalýðshreyfingin og  samtök atvinnulífsins sem skipa fulltrúa í stjórnir  lífeyrissjóðanna. Þetta er úrelt fyrirkomulag og ekki í samræmi við breytta tíma. Það á að láta sjóðfélaganna sjálfa kjósa fulltrúa í stjórnir lífeyrissjóðanna.Annað er gerræði.Sjóðfélagar eiga lífeyrinn í lífeyrissjóðunum.

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 5. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband