Mjólkursamsalan felld undir samkeppnislög

 

 

 

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðar-og sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram tillögur,frumvarpsdrög, um að Mjólkursamsalan verði felld undir samkeppnislög eins og samkeppniseftirlitið hafði lagt til. Drögin gera ennfremur ráð fyrir því að MS verði að selja öllum hrámjólk á sama verði en undanfarin ár hefur MS mismunað í þessu efni; minni aðilar hafa þurft að borga hærra verð fyrir hrámjólk en gamlir viðskiptavinir MS eins og til dæmis Kaupfélag Skagfirðinga sem hefur notið sérstakra fríðinda.Ólafur Magnnússon forstjóri Kú fagnar tillögum ráðherra og telur  þau mikilvægan áfanga og muni auka samkeppni á mjólkurvörumarkaði.-Tillaga ráðherra er enn ekki orðin að stjórnarfrumvarpi og ef til vill mun Sjálfstæðisflokkurinn reyna að hindra framlagningu þess.Bændasamtökin taka tillögunum einnig illa og segja þær ekki í samræmi við  samþykkt atvinnuveganefndar alþingis um að reyna sættir.Formaður stjórnar MS,Egill bóndi á Berustöðum segir,að tillögurnar muni hækka verð á mjólkurvörum.  Ólafur í Kú segir það undanlega röksemdafærslu.Lögmálið sé það, að aukin samkeppni lækki vöruverð en ekki öfugt.

Björgvin Guðmundsson


Bretar misreiknuðu Brexit

 

Bretar virðast hafa misreiknað Brexit,útgönguna úr ESB.Þeir hafa haldið,að þeir gætu fyrirstöðulaust verið í Evrópska efnahagssvæðinu ( EES) þó þeir færu  úr ESB. En svo er ekki. EES er samband ESB og EFTA.Það getur enginn verið í EES nema vera í öðru hvoru bandalaginu.Ef til vill munu þeir sækja um undanþágu en ég er ekki viss um,að hún fáist.Og ef svo ólíklega færi að þeir fengju undanþágu til þess að vera í EES þyrftu þeir áfram að samþykkja frjálsan flutning vinnuafls og frjálsa för fólks innan EES en  það var einn megin tilgangur Breta með úrsögn að minnka aðstreymi vinnuafls og fólks frá ESB til Bretlands.

Lilja Alfreðsdóttir alþingismaður gerði það að umtalsefni á alþingi,að  utanríkisráðherra og formaður utanríkismálanefndar væru ekki sammála í utanríkismálum.Formaður utanríkismálanefndar,Jóna Sólveig Elína, hefði sagt í viðtali við  fréttavef Washington Times, að EFTA dygði ekki lengur til þess að tryggja hagsmuni Íslands.En í stjórnarsáttmálanum segði,að ríkissjórnin mundi byggja samstarf við ESB á samningnumn um EES!

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 8. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband