Ríkisendurskoðandi á að segja af sér

Hverjir bera ábyrgð á því,að bótasvikum var logið upp á aldraða og öryrkja 2013? Ríkisendurskoðun byggði á skoðunarkönnun sveitarfélaga í Danmörku,þar sem spurt var hvort menn teldu,að Danir í umræddum sveitarélögum hefðu stundað bótasvik.Umræddir Danir töldu svo vera og var þá reiknað út,að bótasvik í Danmörku gætu verið 3,5 milljarðar á ári.Hvað kemur þessi skoðunarkönnun Íslendingum við.Ef ekki hefði  verið um skoðunarkönnun að ræða heldur rannsókn, hefði einnig verið mikill vafi á því hvort réttlætanlegt væri að nota slíka danska rannsókn sem viðmið á Íslandi.En það  er að sjálfsögðu algerlega fráleitt að nota danska skoðunarkönnun sem viðmið á Íslandi; að ríkisendurskoðandi á Íslandi skyldi gera það sýnir algert dómgreindarleysi hans.Að mínu mati á hann af þessum sökum að segja af sér.Hann hefði ef til vill getað haldið embættinu,ef hann hefði skýrt og skilmerkilega beðist afsökunar á athæfinu.En svo var ekki. Afsökun hans var með hálfum hug.

Ábyrgð Tryggingastofnunar ríkisins í þessu máli er einnig mikil.Sú stofnun getur ekki látið duga að skjóta sér á bak við ríkisendurskoðun í máli þessu. Tryggingastofnun ber einnig ábyrgð á því að hafa of sótt aldraða og öryrkja á grundvelli "falsaðra" gagna um bótasvik í Danmörku.Skoðunarkönnun um bótasvik er ekki staðfesting á bótasvikum.En TR notaði skoðunarkönnunina til þess að réttlæta herferð gegn öldruðum og öryrkjum og að herða eftirlit gegn þeim.Tryggingastofnun dugar ekki að greiða öldruðum og 0ryrkjum,sem einungis hafa lífeyri frá TR,smánarbætur,heldur ofsótti stofnunin aldraða og öryrkja á fölskum forsendum.Tryggingastofnun  verður að axla ábyrgð á sínum mistökum í þessu efni.Það er skýlaus krafa aldraðra og öryrkja.Ráðherra tryggingastofnunar á þessum tíma ber einnig ábyrgð en sá ráðherra neitaði að biðjast afsökunar,þegar eftir þvi var leitað.

 Á Íslandi axlar enginn ábyrgð; stjórnmálamenn svíkja kosningaloforð sín og neita að axla ábyrgð á mistökum sínum,,fjárfestar og bankamenn ljúga og svíkja,sbr. söluna á Búnaðarbankanum og þeir komast upp með það án þess að axla ábyrgð.Og ríkisstofnanir eins og Ríkisendurskoðun og Tryggingastofnun geta logið bótasvikum upp á aldraða og öryrkja án þess að þurfa að axla ábyrgð.Búum við í bananalýðveldi?

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 2. apríl 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband