Klúður í heilbrigðismálum: Vita ekki hver veitir leyfi fyrir einkarekstri í heilbrigðiskerfinu!!

Hvorki heilbrigðisráðherra né formaður velferðarnefndar alþingis,Nichole Leigh Mosty vita hver veitir leyfi fyrir einkarekstri í heilbrigðiskerfinu.Formaður velferðarnefndar er andvíg auknum einkarekstri í kerfinu.Hún vill minnka hann. Hún segir,að enginn eigi að græða (verða ríkari) á að reka heilbrigisstofnun.

Heilbrigðisráðherra sagði á alþingi,að það væri ekki hans að veita Klínikinni í Ármúla starfsleyfi.Það væri i verkahring landlæknis.Þessu er landlæknir ósammála og  segist ítrekað hafa reynt að leiðrétta þennan misskilning ráðherra en án árangurs.Það þurfi ekki sérstakt leyfi ráðherra  til þess að reka sérhæfða heilbrigðisþjónustu,aðeins staðfestingu frá Landlækni.Heilbrigðisstofnun geti svo fjármagnað rekstur sinn með gildandi samningi sjúkratrygginga og Læknafélags Reykjavikur.Í bréfi landlæknis segir: Meðan svo er,er vandséð hvernig heilbrigðisyfirvöld geta haft stjórn á því hvert opinbert fjármagn rennur til heilbrigðismála og hvaða rekstrarform verða ríkjandi í  íslensku heilbrigðiskerfi.-Formaður velferðarnefndar tekur að sumu leyti undir með landlækni.

En samkvæmt bréfi landlæknis virðist heilbrigisráðherra á villigötum í málinu,annað hvort vegna vanþekkingar eða vegna þess að hann treysti sér ekki til þess að taka ákvörðun í málinu.Hann hefur ekki stöðvað Klinikina í Ármúla; hún starfar með fjármagni frá ríkinu.Ef ráðherra vill stöðva hana verður hann að hafa manndóm í sér til þess að gera það.Ekki á að blekkja almenning.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 23. apríl 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband