Stjórnvöld láta sér ekki nægja að hindra kjarabætur aldraðra og öryrkja heldur no ta hvert tækiflri til þess að skerða kjör þeirra

Stjórnvöld standa gegn öllum raunverulegum kjarabótum aldraðra og öryrkja.En þau láta sér það ekki nægja heldur nota hvert tækifæri til þess að skerða kjör þeirra.Eitt nýjasta dæmið er þetta:Sumir öryrkjar og aldraðir hafa fengið húsnæðisbætur.Þær eru tekjutengdar;þ.e. það fer eftir tekjum viðkomandi hvort hann fær þessar bætur.Við útreikning á húsnæðisbótunum og viðmiðunartekjunum hefur lífeyrir öryrkja og aldraðra frá almannatryggingum ekki verið reiknaður með tekjum. En um síðustu áramótum varð breyting þar á.Frá þeim tíma eru allar tekjur öryrkja og aldraðra frá almannatryggingum reiknaðar sem tekjur við útreikning húsnæðisbóta. Þetta þýðir mikla kjaraskerðingu öryrkja og aldraðra og var nú ekki á bætandi.Hvað rak ríkisstjórn til þess að skerða húsnæðisbætur aldraðra og öryrkja? Var það góðærið!

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 1. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband