Laun aldraðra 197 þúsund krónur; Laun þingmanna 1101 þúsund krónur, Laun ráðherra 1826 þúsund krónur, Laun forsætisráðherra 2022 þúsund krónur!!

 

 

 

 

Þegar borin eru saman laun aldraðra og þeirra,sem starfa á alþingi,þingmanna og ráðherra,kemur í ljós,að laun þingmanna og ráðherra eru margföld laun (lífeyris) aldraðra.Hér er átt við þá gifta aldraða,sem einungis hafa tekjur frá almannatryggingum.Laun þingmanna eru 5,6 föld laun aldraðra.Laun ráðherra eru rúmlega 9-föld laun (lífeyris) giftra aldraðra.Laun forsætisráðherra eru rúmlega 10 föld laun giftra aldraðra!

Um síðustu áramót hækkuðu laun giftra aldraðra um 12 þúsund krónur á mánuði (þ.e. þeirra,sem hafa aðeins tekjur frá almannatryggingum!Laun alþingismanna hækkuðu um 340 þúsund krónur á mánuði síðasta haust,ráðherrar hækkðu þá um 338 þúsund krónur og forsætisráðherra hækkaði um  rúmar 530 þúsund krónur.— Þegar við höfum skoðað þessar tölur þurfum við ekki að láta segja okkur að ekki hafi verið unnt að hækka lægst launuðu eldri borgara um meira en 12 þúsund krónur á mánuðu,þá,sem einungis hafa tekjur frá TR. Það er ekki boðlegt.

Björgvin Guðmundssn


Bloggfærslur 16. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband