"Landspítalinn undirmannaður og undirfjármagnaður"

Landspítalinn er undirmannaður og undirfjármagnaður.Forsætisráherra segir hins vegar,að  ekki verði látnir meiri nýir peningar í Landspítalann í ár.Hvað þýðir það? Jú,það þýðir það,að fara verður í stórfelldan niðurskurð í rekstri Landspítalans. Það þarf að skera  niður um 5- 10 milljarða í rekstrinum.Það verður því að skera niður þjónustu og jafnvel vísa frá sjúklingum sem leita til spitalans.

Landlæknir var í viðtali á Hringbraut og þá kom mat hans á stöðu Landspítalans fram.Hann endurtók það,sem hann hefur sagt áður um Klinikina við Ármúla en landlæknir hefur bent á,að vegna samnings sérfræðilækna við Sjúkratryggingar sé unnt að reka Klinikina án leyfis ráðherra og engin takmörk séu á því hvað Sjúkratryggingar greiði háa reikninga fyrir Klinikina.Það er nokkurs konar sjálfsafgreiðsla.Landlæknir hefur bent á,að með þessu fyrirkomulagi sé engin leið að hafa stjórn á hve einkarekstur eða opinber rekstur sé mikill í heilbrigðiskerfinu.Táknrænt er,að útgjöld Sjúkratrygginga hafa aukist um 40% á sama tima og útgjöld Landspítalans hafa dregist saman.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 2. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband