Úrsögn Bretlands úr ESB getur skaðað Ísland

Sérstök umræða um úrsögn Bretlands úr ESB (Brexit) fór fram á alþingi í gær samkvæmt ósk     Rósu Bjarkar þingmanns VG. Fram kom í máli Smára Mc Carthy þingmanns Pirata,að vegna úrsagnar Breta úr ESB væri efnahagslegur stöðugleiki Bretlands í hættu.Við úrsögn Bretlands úr ESB missa Bretar öll atvinnuleyfi Breta á EES svæðinu,þeir missa réttinn til þess að stofna til atvinnurekstrar hvar sem er á EES svæðinu,missa réttinn til frjálsra fjármagnshreyfinga,frjálsra þjónustuflutninga,frjálsra vinnuaflsflutninga og frjálsrar farar um EES svæðið  og meira að segja missa þeir réttinn til tollfrjálsra og hömlulausra viðskipta. Til þess að  halda einhverjum af þessum réttindum eftir BREXIT verða þeir að semja upp á nýtt og það er engan veginn víst,að samningar takist.Þessar breytingar allar geta bitnað á Íslendingum.Ekkert hefur enn verið samið um að halda réttindum Íslendinga og óvíst að unnt sé að semja um þau fyrr en  eftir Brexit.

Allar hugmyndir um að EFTA geti komið inn í myndina eru enn sem komið er óraunhæfar.Ekki er búist við að Bretar gangi í EFTA. Þeim mundi finnast það skref til baka.Fremur munu Bretar reyna að fá sérstakan viðskiptasamnng eða fríverslunarsamning við ESB.En allir samningar Breta við ESB verða erfiðir og ekki verður ráðist í þá fyrr en lokið er útgöngu Breta úr ESB.Reikna má með að Íslendingar verði að bíða á meðan.Kurteisistal ráðamanna skiptir engu máli í þessu sambandi.Það eru samningar,sem munu gilda.

Björgvin Guðmundsson


Stórfelld einkavæðing í boði Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins!

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur stórfellda einkavæðingu í undirbúningi enda þótt ríkisstjórnin hafi aðeins eins atkvæðis meirihluta á  þingi og hafi fengið minnihluta atkvæða í þingkosningunum.Nýjasta einkavæðingin sem boðuð hefur verið er sala Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar til einkaaðila.Það mundi þýða að Íslendingar yrðu að greiða hærra verð fyrir að fara til útlanda.Haraldur Benediktsson formaður fjárlaganefndar alþingis,sem er frá Sjálfstæðisflokknum, hreyfði því í fjárlaganefnd að selja flugstöð Leifs Eiríkssonar.Ferðamálaráðherra, Sjálfstæðisflokksins,Þórdís Kolbrún,R.Gylfadóttur hefur tekið undir það.Bjarni Benediktson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til á aðalfundi Landsvirkjunar, að 20% í fyrirtækinu væri selt til einkaaðila.Menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til,að einn stærsti fjölbrautarskóli ríkisins,skólinn við Ármúla, verði felldur undir Tækniskóla Íslands,sem er einkastóli.Unnið er að því að samþykkja fyrsta einkasjúkrahús landsins,Klinikina við Ármúla.Frændur Bjarna Ben eru meðal eigenda að því.Verði það gert er búið að koma á tvöföldu heilbrigðiskerfi og leiðin greið fyrir frekari einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu en að því vinnur Sjálfstæðisflokkurinn.Það er verið að svelta Landspítalann og brjóta hann niður svo unnt sé að einkavæða hann í framhaldinu.Hvar vetna er unnið að einkavæðingu.Og hvers vegna er það auðveldara í dag en áður. Það er vegna þess,Björt framtíð lætur þetta yfir sig ganga. Björt framtíð gerir engar athugasemdir við einkavæðingaráform Sjálfstæðisflokksins.Og Viðreisn er aðeins útibú frá Sjálfstæðisflokknum og jafnmikill einkavæðingarflokkur og Sjálfstæðisflokkurinn.Það er aðeins Björt framtíð,sem getur spyrnt við fæti en hefur ekki gert það enn.Vonandi vaknar Björt framtíð og afstýrir stórslysi,sem er í upppsiglingu.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 23. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband