Fer Sigmundur Davíð fram á ný?

 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra hefur stofnað framfarafélag.Var fjölsótt á stofnfundi félagsins,sem haldinn var fyrir 3 dögum.Um það bil 250 manns sóttu fundinn.Sigmundur Davíð segist ekki vera að stofna stjórnmálaflokk;heldur þjóðmálafélag,umræðuvettvang.Hann hafi ekki haft slíkan vettvang í Framsóknarflokknum.

 Ekki ber  mönnum saman um hver tilgangur Sigmundar er með stofnun félagsins.Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir,að stofnun félagsins sé snjallt framtak hjá Sigmundi Davíð.Hann geti látið félagið undirbúa framboð sitt til formanns i Framsóknarflokknum.Ef hann tapi slíkum formannsslag geti hann breytt framfarafélaginu i stjórnmálaflokk.Það er rétt hjá Eiriki Bergmann.

Sjálfur hefur Sigmundur Davíð minnst á það, að borgarstjórnarkosningar séu næsta vor og ýmsir hafa orðað Sigmund Davið við framboð þar.Hann hefur ekki tekið undir það sjálfur.En hefur þó mikinn áhuga á skipulagsmálum í Reykjavík.

 Líklegt má telja, að staða Sigmundar Davíðs sé sterkari núna meðal  Framsóknarmanna en  var á síðasta flokksþingi. Nokkur óánægja hefur verið með forustu flokksins.Sigmundur Davíð ætti því að hafa  þokkalega möguleika á að vinna formannskosningu, ef hann ákveður að bjóða sig fram.Lilja Dögg Alfreðsdóttir hefur einnig verið nefnd sem formannsframbjóðandi.Ég á ekki von á því, að hún bjóði sig fram gegn Sigurði Inga,sitjandi formanni. Raunar er mér einnig til efs, að hún mundi bjóða sig fram gegn Sigmundi Davíð.Hún gæti hins vegar orðið góður samkomulagskandidat í stað Sigurðar Inga og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 29. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband