Greinilega stefnt að einkavæðingu heilbrigðiskerfisins!

Margir undrast það hvers vegna Landspítalinn er sveltur fjárhagslega þannig, að það vantar 5-10 milljarða í rekstur spítalans.Ráðamenn ríkisstjórnarinnar segja, að ekki verði látnir neinir frekari nýir peningar í Landspítalann á þessu ári.Samkvæmt því verður að skera stórlega niður þjónustu á Landspítalanu, og var þó þegar búið að spara mikið í rekstrinum.
Það er greinilegt,að Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að keyra Landspítalann niður þannig,að hann verði að stöðvun kominn og þegar algert öngþveiti hefur skapast ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að stíga fram og segja,að einkareksturinn verði að koma til aðstoðar.M. ö.o: Þetta er hrein skemmdarstarfsemi gagnvart Landspítalanum og heilbrigðiskerfinu.Þjóðin verður að taka í taumana og stöðva þessa atlögu að Landspítalanum.Það er mikil hætta á ferðum.
Æ fleiri vísbendingar sjást um, að stefnt sé að einkavæðingu kerfisins .Nú síðast stígur forsætisráðherrann fram og segir,að það sé í lagi að greiða eigendum einkarekinna heilsugæslustöðva arð,ef hagnaður er að rekstrinum.Þó var búið að afgreiða þetta mál á annan hátt: Kristján Þór Júlíusson þá heilbrigðisráðherra lýsti því yfir á blaðamannafundi í fyrra, að ekki mætti greiða eigendum einkarekinna heilsugæslustöðva arð.Klínikin er lítið einkasjúkrahús og ríkisstjórnin lætur gott heita,að það starfi án leyfis..Katrín Jakobsdóttir alþingismaður spurði á alþingi hvort stefnubreyting hefði orðið frá því í fyrra og hvort þetta væri stefna ríkisstjórnarinnar.Forsætisráðherra hundsaði fyrirspurnina.Það er alvanalegt,að ráðherrar hundsi fyrirspurnir þingmanna og þannig sýna þeir alþingi lítilsvirðingu.Það er alvarlegt,.þegar forsætisráðherra hundsar alþingi..

Björgvin Guðmundsson

 
 
 
 

Lífeyrissjóðirnir:Stöðva verður "eignaupptökuna" strax!

Það verður að stöðva þegar í stað þessa "eignaupptöku".Ríkisvaldið verður strax að stöðva það,að Tryggingastofnun skerði lífeyri þeirra eldri borgara,sem fá lífeyri úr lífeyrissjóði.Sú ráðstöfun er ígildi  eignaupptöku.Verði þetta ekki stöðvað getur orðið uppreisn gegn lífeyrissjóðskerfinu.Það er svo mikil óánægja í dag með þessar skerðingar,að það er rétt með naumindum,að launþegar fást til þess að greiða iðgjöldin í lífeyrissjóðina.Launþegum finnst eins og það sé verið að blekkja þá; það sé verið að plata þá.Inn í þetta blandast óánægja með stjórnarfyrirkomulag lífeyrissjóðina en sjóðfélagar,launþegar,kjósa ekki stjórnarmenn í lífeyrissjóðunum beinni kosningu heldur eru það ASI og SA sem tilnefna eða kjósa stjórnarmenn. Það er fráleitt fyrirkomulag og því verður að breyta.- Það er gífurleg óánægja meðal sjóðfélaga í lífeyrissjóðunum og ef ekki verður brugðist við getur illa farið.-Kjarnapunktur í þessu máli er,að þegar lífeyrissjóðirnr voru stofnaðir var yfirlýst,að þeir ættu að vera viðbót við almannatryggingar.Þeir áttu ekki að valda neinni skerðingu.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 3. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband