Tannlækningar: Hvað skuldar ríkið öldruðum mikið?

Eins og eldri borgarar vita hefur niðurgreiðsla á tannlækningum aldraðra og öryrkja verið miðuð við úrelta gjaldskrá um langt skeið.Haustið 2016 sagði þáverandi heilbrigðisráðherra,Kristján Þór Júlíusson,að ríkið skuldaði eldri borgurum um 800 milljónir vegna þess að niðurgreiðslur hefðu verið rangar (of litlar).Unnið var að endurgreiðslu á þessu fjármagni fyrir áramót en mér vitanlega er ekki farið að endurgreiða enn.Spurningin er einnig sú hvað  skuld ríkisins við eldri borgara vegna tannlækninga er orðin há í dag.

Samkvæmt reglugerð á að  endurgreiða af tannlæknakostnaði ellilífeyrisþega 75% af tannlæknakostnaði.En það verður að miðast við rétta og nýja reglugerð en ekki úrelta. Undanfarið hefur verið miðað við 13 ára gamla reglugerð sem stenst engan veginn.Það er því verið að bjóta á eldri borgurum með því  að láta þá borga alltof mikið fyrir tannlækningar og margir eldri borgarar hafa ekki efni á að fara til tannlæknis.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net

.

 

 


Bloggfærslur 30. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband