Stjórnarlaun í Granda 264 þúsund á mánuði,lífeyrir aldraðra 197 þúsund!

Stjórnarlaun í Granda hafa verið ákveðin 264 þúsund kr á mánuði og formaður fær tvöföld laun.En á sama tíma og stjórnarmenn Granda fá þessi laun fyrir að sitja ca 2 fundi á mánuði eru mánaðarlaun (lífeyrir) aldraðra,sem eru í hjónabandi eða sambúð 197 þúsund kr á mánuði eða miklu lægri ( miðað við þá sem einungis hafa tekjur frá TR).Hér sést í hnotskurn misréttið í íslensku þjóðfélagi.Lífeyri aldraðra og öryrkja er haldið niðri,við fátæktarmörk.En útgerðaraðallinn rakar til sín peningum og greiðir þjóðinni,sem á sjávarauðlindina  "skít úr hnefa" fyrir afnot hennar.Stjórnmálastéttin hefur algerlega brugðist í því að ákveða eðlilegt afgjald fyrir afnot auðlindarinnar.Hún hefur ekki ráðið við verkefnið.Grandi greiðir hluthöfum 1,8 milljarða í arð vegna ársins 2016.En þó afkoman sé góð,m.a vegna lágra veiðigjalda,þykist félagið ekki geta rekið vinnslu áfram á Akranesi og vill flytja hana við Reykjavíkur. Við það missa 100 manns vinnuna á Akranesi.Grandi er búinn að hirða kvótann á Akranesi og fara með hann á brott.Og nú þykir Granda tímabært að þakka fyrir sig á  Akranesi með því að segja þar upp 100 manns.

 Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 6. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband