25 ár frá því Ísland gerðist aðili að EES

Um þessar mundir eru 25 ár liðin frá því Ísland gerðist aðili að Evrópska efnahagssvæðinu (EES)Það er mikilvægasti viðskiptasamningur,sem Ísland hefur gert.

En EES er ekki aðeins viðskiptabandalag heldur einnig efnahagsbandalag.Með aðild að EES fékk Ísland fríverslunarsamning við Evrópusambandið en einnig aðild að innri markaði ESB og rétt til stofnunar fyrirtækja hvar sem er á svæði EES. Evrópska efnahagssvæðið byggist ekki aðeins á viðskiptafrelsi,fríverslun ( frjálsum vöruflutningum), heldur einnig frjálsum fjármagnsflutningum,fjálsum vinnuaflsflutningum ( frjálsum atvinnurétti)og frjálsum þjónustuflutningum.Það eru frelsin fjögur.

EES varð til með samningi milli Evrópusambandsins og Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) um fríverslun.Upphaflega var EES öðrum þræði hugsað sem biðstofa fyrir ríkin,sem ætluðu sér síðar að ganga í ESB.

Það var Alþýðuflokkurinn undir forustu Jóns Baldvins Hannibalsssonar,sem átt stærsta þáttinn í aðild Íslands að EES.Jón Baldvin var þá utanríkisráðherra og undirritaði EES samninginn fyrir hönd Íslands.Nauðsynlegur undanfari  aðildar Íslands að EES var aðild Íslands að EFTA. Alþýðuflokkurinn undir forustu Gylfa Þ.Gíslasonar átti stærsta þáttinn i aðild Íslands að að EFTA.Gylfi var þá vidskiptaráðherra og undirritaði EFTA-samninginn fyrir Íslands hönd-  ESB er í dag langstærsti viðskiptaaðili Íslands.Við verslum meira við ESB en nokkra aðra viðskiptablokk.

Björgvin Guðmundsson

 

 


Bloggfærslur 9. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband