Ný rikisstjórn Theresa May er mjög veik!

Theresa May hefur myndađ nýja ríkisstjórn enda ţótt hún hafi tapađ meirihlutanum á ţingi.Ţetta er minnihlutastjórn sem styđst viđ hlutleysi Lýđrćđislega sambandsflokksins,DUP á Norđur Írlandi.Sá flokkur hefur 10 ţingsćti.Hann fćr ekki sćti í ríkisstjórninni.DUP er mjög hćgri sinnađur flokkur,lengra til hćgri en breski Íhaldsflokkurinn. Íhaldsflokkurinn fékk 318 ţingsćti og tapađi meirihlutanum,missti 12 ţingsćti.326 sćti ţarf til ţess ađ ná meirihluta. Verkamannaflokkurinn vann mikiđ á,bćtti viđ sig hátt í 30 ţingsćtum.

Stjórn Theresa May verđur mjög veik og mun eiga erfitt međ ađ koma málum gegnum breska ţingiđ.Theresa May ćtlar samt ađ hefja samningaviđrćđur viđ ESB um útgöngu Breta úr ESB seinna í ţessum mánuđi. En samningsstađa May hefur veikst.Hún misreiknađi sig herfilega; hélt ađ hún gćti styrkt stöđu sína međ ţví ađ efna til kosninga. En ţađ reyndist ţveröfugt. Theresa May stóđ sig illa í kosningabaráttunni,gerđi hver mistökin á eftir öđrum.Jeremy Corbyn leiđtogi Verkamannaflokksins stóđ sig hins vegar mjög vel í kosningabaráttunni;naut sín mjög vel.Dćmi um mistök May: Lagđi til,ađ eldri borgarar yrđu látnir borga sjálfir fyrir ađ fara á hjúkrunarheimili.Máliđ snérist í höndunum á henni og hún varđ ađ falla frá ţví. Corbyn bođađi hins vegar róttćka stefnu í heilbrigđismálum og velferđarmálum,vildi efla mikiđ heilbrigđiskerfiđ.

Ekki er taliđ,ađ stjórn May verđi langlíf. Flokksţing verđur hjá Íhaldsflokknum í oktober og ţá gćti dregiđ til tíđinda.Boris Johnson utanríkisráđherra reynir ef til vill ađ velta May úr sessi.

Björgvin Guđmundsson


Bloggfćrslur 11. júní 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband