Hvers vegna skrif um kjör aldraðra?

 

 Hvers vegna fór ég að skrifa um málefni  eldri borgara? Jú,ástæðan er sú, að mér þóttu kjör þeirra,sem treysta þurftu á tekjur almannatrygginga of kröpp.Ég vildi berjast fyrir bættum kjörum þessa hóps aldraðra; leggja mitt lóð á vogarskálarnar,ef það gæti orðið til þess að þoka málum í rétta átt.Mér hefur runnið til rifja hvað illa er búið að þeim eldri borgurum,sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum.Ég sá fljótt,að engin leið var að lifa mannsæmandi lífi af því, sem stjórnvöld skömmtuðu þessum hóp eldri borgara.Og það var eins og að tala við steinvegg að tala við stjórnvöld  um að bæta kjör aldraðra og öryrkja.Það er alveg sama hvaða stjórnmálaflokkar eru við völd.Stjórnvöld virðast alltaf neikvæð gagnvart eldri borgurum.Það er mjög undarlegt,þar eð eldri borgarar hafa byggt upp þetta þjóðfélag okkar í dag og eiga stærsta þáttinn í þeim lífskjörum,sem við nú búum við.En það er eins og ráðamenn telji þjóðfelagið ekki hafa efni á því að búa öldruðum sómasamleg lífskjör.Ráðamenn virðast telja nauðsynlegt að halda öldruðum og öryrkjum við fátæktarmörk og telja, að þjóðfélagið fari á hvolf, ef þessir hópar fái þann lífeyri frá almannatryggingum,sem dugar fyrir sómasanlegri framfærslu.

  Björgvin Guðmundsson

( Bætum lífi við árin,greinasafn  2016)

  


Bloggfærslur 14. ágúst 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband