Aldraðir þurfa ekki eina nefndina enn; þeir þurfa athafnir,kjarabætur strax!

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að skipa nefnd,starfshóp til þess að ræða við Félag eldri borgara í Reykjavík um kjaramálin.Þetta er gamalkunnug aðferð til þess að tefja málin og drepa þeim á dreif.Ríkisstjórnin hefur verið við völd í 8 mánuði en hún hefur ekkert gert á þeim tíma til þess að bæta kjör aldraðra; ekki eitt einasta atriði.Viðreisn og Björt framtíð lofuðu að greiða fyrir atvinnuþáttöku aldraðra.En það hefur verið gert þveröfugt.1.janúar var frítekjumark vegna atvinnutekna skert,lækkað úr 109 þúsund kr á mánuði í 25 þúsund kr á mánuði.Það eru einu efndirnar.

Nú skipar ríkisstjórnin 3 ráðherra frá Viðreisn og Bjartri framtíð i starfshóp með fullltrúum FEB í Rvk til þess að fjalla um kjaramáln.Sagt er,að nefndin eigi að skila áliti um áramót.Mér kæmi ekki á óvart þó þessi nefnd mundi sofa fram á mitt næsta ár.Ég er búinn að starfa það lengi að kjaramálum aldraðra,að ég man eftir fleiri en einni slíkri nefnd og það hefur aldrei komið neitt út úr þeim.Það hefur verið kjaftað og drukkið kaffi en framkvæmdir hafa engar verið,einhver smá hungurlús sem skipti engu máli.Það verður eins nú,jafnvel verra.

Eldri borgarar þurfa ekki kjaftanefnd.Þeir þurfa framkvæmdir og þeir þurfa framkvæmdir strax,kjarabætur strax.Viðreisn lofaði að greiða fyrir atvinnuþátttöku aldraðra.Hún lofaði líka kjarabótum fyrir aldraða.Það á strax í dag að auka frítekjumark vegna atvinnutekna aldraðra í 1o9 þúsund kr á mánuði. Og það á strax og þing kemur saman 12.september að  hækka lífeyri aldraðra og öryrkja svo unnt verði að lifa af honum.Aldraðir og öryrkjar,sem hafa einungis lífeyri frá almannatryggngum,geta ekki lifað af þessum lífeyri.Það verður að hækka hann strax 12.september.Það á ekki að svæfa það mál til áramóta.Ráðherrar og þingmenn þurftu ekku að bíða.Þeir fengu miklar kjarabætur strax og langt til baka.Nú geta Viðreisn og Björt framtíð efnt kosningaloforð sín strax í dag og um leið og þing kemur saman.

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 19. ágúst 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband