Sjóðfélagar lífeyrissjóðanna eiga sjálfir að kjósa stjórnir þeirra!

Í dag er það svo,að aðilar vinnumarkaðarins kjósa eða skipa stjórnarmenn lífeyrissjóðanna.Það er  furðulegt fyrirkomulag.Ég tel,að sjóðfélagar eigi sjálfir að kjósa stjórnarmenn lífeyrissjóðanna.

Stjórnir lífeyrissjóðanna sæta mikilli gagnrýni í dag.Til dæmis er gagnrýnt hve há laun framkvæmdastjórar lífeyrissjóðanna hafa en þeir starfa á ábyrgð stjórnanna.Stjórnirnar hafa einnig mjög góð laun.Sjóðfélagar lífeyrissjóðs VR eru að meirihluta til lágtekjufólk.Flestir þeirra eru með laun á bilinu 3-400 þús.kr-800 þús kr. á mánuði en auk þess er um tiltölulega lítinn hóp yfirmanna á hærri launum að ræða.Óskiljanlegt er hvers vegna framkvæmdastjórar lífeyrissjóða lágtekjufólks þurfa að vera með himinhá laun,miklu hærri en ráðherrar hafa. Þetta er alger óráðsía,sem stjórnir lífeyrissjóðanna bera ábyrgð á.Laun framkvæmdastjóra lífeyrissjóðs VR munu vera 40 millj.kr á ári eða 3,3 milljónir kr á mánuði.Ráðherralaun eru 1.8 millj. kr. Rætt er um það nú að lækka laun framkvæmdastjóra lífeyrissjóðs VR í 1.7 millj kr. á mánuði.Ég tel það enn alltof hátt.Það er tími til kominn að stöðva óráðsíuna í lífeyrissjóðunum og ég tel að besta leiðin til þess sé sú að láta sjóðfélaga sjálfa taka við stjórn sjóðanna.

Björgvin Guðmundsson


Stórhækka á lífeyri aldraðra

 


 

Ríkisstjórn og alþingi eiga strax að stórhækka lífeyri aldraðra og öryrkja.Ríkisstjórnin á að samþykkja,að lífeyrir einhleypra aldraðra og öryrkja hækki  strax og alþingi kemur saman í 400 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt að lágmarki.Það þýðir ca. 305 þúsund kr eftir skatt.Þetta gildir fyrir þá, sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum.Ríkisstjórnin þarf ekki að hafa áhyggjur af þeim,sem hafa góðan lífeyrissjóð eða háar aðrar tekjur, þar eð grunnlífeyrir hjá þeim var þurrkaður út um síðustu áramót.

LIFA EKKI Á HUNGURLÚSINNI!

Ástæðan fyrir því,að ég legg þetta til er augljós: Það er engin leið að lifa af þeirri hungurlús, sem fyrri ríkisstjórn (Bjarni og Eygló) skammtaði  öldruðum og öryrkjum.Þá fengu aldraðir í sambúð og hjónabandi 197 þúsund krónur á mánuði eftir skatt.En einhleypir fengu tæpar 230 þúsund  kr á mánuði eftir skatt. Það er spurning út af fyrir sig hvers vegna einhleypum og þeim sem voru í hjónabandi eða í sambúð var mismunað á þennan hátt. Og það er brot á  jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.Lífeyrir einhleypra aldraðra og giftra aldraða á að vera sá sami.

ALGERAR LÁGMARKSAÐGERÐIR

Framangreindar aðgerðir,sem ég legg til fyrir aldraðra og öryrkja,eru algerar lágmarksaðgerðir.Velferðarþjóðfélag,þar sem allt flóir í peningum og öll eyðsla er í hámarki, getur ekki verið þekkt fyrir það, að halda kjörum  lífeyrisfólks niðri við um það bil 200 þúsund kr á mánuði eftir skatt.Þetta er hlægileg upphæð, sem bannar öldruðum og öryrkjum að veita sér eitt eða neitt og setur það  í hættu, að þeir geti leyst út lyf sín og farið til læknis! Samhliða  naumri skömmtun á lífeyri hefur verið dregið úr húsnæðisstuðningi við aldraða og  öryrkja einmitt frá sama tíma og lífeyrir hækkaði  um hungurlús.Minni húsnæðisstuðningur kom því til frádráttar lífeyrishækkun og sléttaði hana alveg út hjá sumum.

LÍFEYRIR DUGI TIL MANNSÆMANDI LÍFS

Það á að mínu mati að vera fyrsta verk þingsins,þegar það kemur saman í haust,að samþykkja hækkun lífeyris aldraðra og öryrkja í 400 þúsund kr á mánuði fyrir skatt. Ekkert er brýnna hjá þinginu.Þetta þýða 305 þúsund á mánuði eftir skatt hjá einstaklingi.Þetta er aðeins hærra en lágmarkstekjur verkafólks eru.Það er í góðu lagi.Enda þótt lægstu launum verkafólks sé haldið niðri og þau séu of lág að mínu mati, réttlætir það ekki, að lífeyri  sé haldið jafnlágum. Aðalatriðið er,að lífeyrir og laun séu það há, að  dugi til þess að unnt sé að lifa mannsæmandi lífi af þeim greiðslum.

Björgvin  Guðmundsson

fyrrverandi borgarfulltrúi

Birt í Mbl.1.sept.2017

 

 

 

 

 

 


Úrskurður kjararáðs fyrirmynd nýrra kjarasamninga!

Síðast þegar verkalýðshreyfingin fór fram á verulegar launahækkanur,árið 2015,samdi hún í mai það ár um 14,5% hækkun lágmarkslauna.Aldraðir og öryrkjar voru þá eins og oftast áður skildir eftir.Þeir fengu aðeins 3% hækkun lífeyris allt árið.Nú hefur ASÍ boðað,að úrskurður kjararáðs  um launahækkanir verði fyrirmynd að kjarakröfum verkalýðshreyfingarinnar.ASÍ segir,að meðaltalshækkanir kjararáðs séu 31% og sú hækkun verði miðmiðun.Kjararáð hækkaði hins vegar einstakar stéttir svo sem sem þingmenn,ráðherra,forstöðumenn ríkisstofnana,formenn mikilvægra stjórnarstofnana og fleiri miklu meira eða allt upp í 55%.Þá hækkaði kjararáð marga þessara aðila afturvirkt allt upp í 1 1/2 ár.Hækkanir þær sem kjararáð úrskurðaði voru því miklu meiri en 31%.Krafa ASÍ um 31% hækkun verður því að teljast hógvær með hliðsjón af úrskurðum kjararáðs.Að þessu sinni verða aldraðir og öryrkjar að gæta þess að lífeyrir þeirra hækki nákvæmlega jafnmikið og kaup launþega eða að lágmarki um 31% og frá sama tíma og laun munu hækka.Aldraðir og öryrkjar þurfa því strax frá deginum í dag að vera á varðbergi og gæta þess að ekki verði níðst á þeim í launamálum eina ferðina enn.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 1. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband