Orðsending félagsmálaráðherra til aldraðra: Þið hafið það ágætt!

Félagsmálaráðherra,Þorsteinn Víglundson,sendir öldruðum orðsendingu í dag í Fréttablaðinu.Hann segir: Þið hafið það ágætt,enda eruð þið í forgangi!Ráðherrann segir,að tekjur aldraðra hafi aukist um 24%  frá 2016 til 2017.En það rétta er,að lífeyrir þeirra,sem eru í hjónabandi,jókst um 6,5% við örlæti stjórnvalda um síðustu áramót!Þá hækkaði lífeyrir þeirra um 12 þúsund í 197  þúsund á mánuði.Laun ráðherra hækkuðu hins vegar um 45% og fóru í 1,8 milljónir á ári fyrir utan aukasporslur.Síðan segir ráðherra, að greiðslur vegna nýju laganna frá áramótum hækki um 24 milljarða 2016-2017 en það er einnig rangt. Þær hækka um 3,3 milljarða.Að lokum heldur ráðherra þvi einnig fram í umræddri grein,að það sé ekkert verra fyrir eldri borgara að vinna í dag en áður!

Í stuttu máli sagt: Ráðherra telur sig vita betur en eldri borgarar sjálfir hvernig kjör þeirra eru.Sennilega væri einfaldast fyrir hann að reyna a lifa einn mánuð á 197 þúsund kr á mánuði i stað 1,8 milljónum.Þá mundi hann komast að því hvernig er að lifa á lágmarkskjörum aldraðra.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 12. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband