Hver er framtið lífeyrissjóðanna?

 

 

Mikil umræða á sér alltaf stað um lífeyrissjóðina. Þegar farið var að skerða lífeyri sjóðfélaga hjá almannatryggingum varð mikil óánægja með lífeyrissjóðina,þar eð sjóðfélagar töldu, að þeir ættu að fá lífeyri frá almannatryggingum óskertan,þegar þeir komust á eftirlaunaaldur.Þeir bentu á, að þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir hefði verið gert ráð fyrr því, að lífeyrissjóðirnir yrðu viðbót við lífeyrissjóðina.Sjóðfélögum finnst því, að þeir hafi verið sviknir.

Óánægja meðal eldri borgara,sem greiða í lífeyrissjóði hefur verið að magnast undanfarin ár. Það var alþingi,stjórnmálmennirnir,sem tóku ákvörðun um að skerða tryggingalífeyri vegna greiðslna í lífeyrissjóði.En í hita umræðunnar hefur óánægjan bitnað meira á lífeyrissjóðunum sjálfum.Lífeyrissjóðirnir eru orðnir mjög öflugir.Hrein eign sjóðanna nemur orðið  nokkuð yfir 3 þúsund milljörðum króna.Það er gífurlega sterk efnahagsheild. Sjóðirnr hafa fjárfest í mörgum fyrirtækjum innan lands og nú er á ný einnig leyfilegt að fjárfesta erlendis.

Ég hef margoft lýst þeirri skoðun minnni, að skerðing tryggingalífeyris hjá TR verði með öllu afnumin.Ég tel hættu á,að  lífeyrisjóðskerfið springi ef skerðingin verði ekki afnumin.Það gæti komið að þvi,að launþegar neituðu að greiða i lífeyrissjóðina. Ég tel einnug nauðsynlegt að kosningu stjórnarmanna í lífeyrissjóðunum verði breytt.Í dag skipa eða kjósa aðilar vinnumarkaðarins stjórnarmennina. Ég tel, að sjóðfélagar eigi sjálfir að kjósa stjórnarmennina beinni kosningu.Hugmyndir hafa verið uppi um að fækka ætti lífeyrissjóðunum,þe steyoa einhverjum  þeirra saman. Ég er ekki sannfærður um, að það væri til bóta. Það mætti að vísu spara yfirstjórnunarkostnað með því að sameina einhverja sjóði. En ég er alveg andvigur því að sameina alla lífeyrissjóðina í einn sjóð. Slíkur samruni mundi aðeins auðvelda rikinu að læsa klónum í lífeyrissjóðina og hugsanlega að yfirtaka þá. Slíkt kemur ekki til greina.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 15. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband