Hver er stefna VG?

Stjórnmálaflokkarnir búa sig nú undir kosningar og samhliða er strax farið að hugsa um það hvernig stjórn er æskilegast að fá eftir næstu kosningar.Ég hef sett fram þá skoðun,að æskilegast væri að fá félagshyggjustjórn eftir kosningar. Forustuflokkur í slíkri stjórn yrði væntanlega VG.

En hver er stefna VG? Er VG róttækur vinstri flokkur.Er það vegna slíkrar stefnu,að VG mælist nú hár í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2.Eða er það af öðrum ástæðum sem VG gengur vel í skoðanakönnunum? Ég tel að kjörþokki formannsins,Katrínar Jakobsdóttur eigi stærsta þáttinn í velgengni VG í skoðanakönnunum.Hins vegar tel ég stefnu flokksins alls ekki mjög róttæka vinstri stefnu.Til dæmis hefur flokkurinn ekki verið fús til þess að gera róttækar breytingar á fiskveiðistjórnarfyrirkomulaginu ( kvótakerfinu) og VG hefur heldur ekki viljað gera miklar breytingar á landbúnaðarkerfinu.Ég hef heldur ekki talið stefnu VG í málefnum aldraðra og öryrkja nógu róttæka. En þrátt fyrir þessar athugasemdir tel ég VG að sjálfsögðu vinstri flokk og félagshyggjuflokk.( Umhverfisvernd er ekki vinstri stefna að mínu mati).Nauðsynlegt er að mínu mati,að allir félagshyggjuflokkarnir taki sig á í málefnum aldraðra og öryrkja.

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 22. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband