4500 eldri borgarar strikaðir út úr kerfi almannatrygginga um síðustu áramót!

Eldri borgari nokkur,  um nírætt,  hringdi til mín nýlega. Hann kvaðst hafa greitt til almannatrygginga frá því hann var 16 ára gamall,fyrst tryggingagjald og síðan í formi skatta.Hann kvaðst því telja,að hann ætti nú rétt á lífeyri frá almannatryggingum.En um síðustu áramót var grunnlífeyrir hans frá almannatryggingum strikaður út  eins og hjá ca 4500 öðrum eldri borgurum.Hann kvaðst telja,að það stæðist ekki. Ég er sammmála því.Það eiga allir rétt á lágmarkslífeyri ( grunnlífeyri) frá almannatryggngum eins og yfirlýst var þegar almannatryggngarnar voru stofnaðar en þá lýsti Ólafur Thors þá forsætisráðherra því yfir,að  almannatryggingarnar ættu að vera fyrir alla án tillits til stéttar eða efnahags.

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 8. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband