Steingrímur:Vorum nálægt samkomulagi

Steingrímur J.Sigfússon fjármálaráðherra sagði,að Íslendingar og viðsemjendur þeirra hefðu verið nálægt því að ná samkomulagi fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna en ekki hefði unnist tími til þess að ganga endanlega frá því.Þetta sagði ráðherrann í viðtali við dönsku sjónvarpsstöðina DR 2.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is „Vorum nálægt samkomulagi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við förum bráðum að telja í árum hversu Steigrímur hefur verið nálægt samkomulagi í þessu og hinu. Ætlar nú karlkvölin ekki að fara að sýna fólkinu í ladinu eitthvað annað en ódýr stjörnuljós. Nú vantar flugeldasýningu,ef þú getur ekki framkvæmt hana skaltu taka þínar rokeldspítur stinga þeim í vasann taka undir armiin á Jóhönnu og segja takk fyrir þolinmæðina Íslenska þjóð!!

axel (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 23:02

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Rétt - þetta fyrirbæri var í Silfrinu ásamt öðrum formönnum -

þetta er enn eitt dæmið um ómerkilegheit sls

Ólafur Ingi Hrólfsson, 7.3.2010 kl. 23:03

3 identicon

Þetta hefur verið borið til baka bæði af Hollendingum Englendingum og Íslensku samninganefndinni. Það er óskiljanlegt að Steingrímur skuli ljúga svona að þjóðinni. Hann er rúinn trausti bæði af þjóðinni samstarfsflokknum Forsetanum og sínum eigin flokki.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 23:52

4 identicon

Ljúfi Björgvin !

 Eigum við virkilega að t r ú a að þú t r ú i r  t r u v e r ð u l e i k a formanns vinstri-rauðra ?? !!

 Héldum að EÐALkratar sem þú, hefðu fyrir áratugum séð í gegnum " gömlu" kommana !!

 Heyrðirðu kannaski ekki hvað hann sagði kl. 22.10 í gærkveldi við fréttamenn um úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar ?

 Orðrétt sagði snáðinn.: " MERKILEGT HVAÐ MARGIR SÖGÐU " JÁ" !!!!!!! ( Voru það 1,3% ? - nei, líklega 1,4% !!)

 Um miðja síðustu öld hefðum við á Alþýðublaðinu skrifað um þessi ummæli, að viðkomandi væri haldinn VITSMUNAFIRRINGU !!

 Gleymdu aldrei: Laumu"kommanir" ævilangt okkar hættulegustu óvinir !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 00:05

5 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæll Kalli!

Það er rétt að við kratar sáum vel í gegnum kommana í gamla daga.En það eru engir kommar til í dag.Þeir hurfu þegar Sovetríkin liðuðust í sundur.Enda sérðu það að Rússar eiga í dag gott samstarf við NATO.Eitt  aðalágreiningsefnið við kommana var afstaðan til Sovetkommúnismans.Við hrun hans hvarf aðalágreiningsefnið.Það var aldrei eins alvarlegur ágreiningur um innanlandsmál.Við stofnun Samfylkingarinnar sameinuðust Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag í nýjum flokki og síðan lítum við á alla þar sem jafnaðarmenn. Ég lít raunar einnig á félaga í VG sem jafnaðarmenn.

Með góðri kveðju

Björgvin Guðmundsson

Björgvin Guðmundsson, 8.3.2010 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband