Ice save: Tafirnar hafa kostað þjóðarbúið mikið

Dómur Efta dómstólsins í Ice save málinu,sem kveðinn var upp í gær,er mikill sigur fyrir Ísland.Dómurinn var Íslandi í hag í öllum atriðum. Stjórnmálamenn keppast nú við að rífast um það hverjum þetta sé að þakka og hverjum það sé að kenna,að málið var ekki sent dómstólum fyrr.Stjórnarandstaðan segir,að ríkisstjórnin hafi viljað semja hvernig svo sem samningar hafi verið og sé Svavars-samningurinn til marks um það.Steingrímur J.Sigfússon ráðherra,hefur bent á,að í desember 2008 hafi alþjóðasamfélagið verið búið að loka öllum dyrum fyrir Íslandi og AGS hafi neitað að afgreiða lánafyrirgreiðslu til Íslands nema Ísland settist að samningum um Ice save. Norðurlöndin tóku undir þetta sjónarmið AGS og settu fyrirvara varðandi afgreiðslu lána til Íslands á þann hátt að Ísland yrði að semja við Breta og Hollendinga um Icesave. Island átti því engra kosta völ. Segja má,að Ísland hafi verið neytt að samningaborðinu.Á þessum tíma var mjög erfitt ástand á Íslandi og við blasti þjóðargjaldþrot, ef engin alþjóðleg fjárhagsfyrirgreiðsla fengist og ekki yrði ráðist í harðar fjármálaráðstafanir til  þess að rétta af ríkissjóð.Á þessum tíma hafði Ísland því enga stöðu til þess að fara með Ice save fyrir dómstóla.

Fróðlegt væri að reikna út hvað það hafi kostað Ísland að tefja afgreiðslu Ice save málsins í mörg ár.Lánshæfismat Íslands hefur verið mikið neikvæðara en ella af þessum sökum og endurreisn íslensks efnahagslífs hefur beinlíni tafist mikið vegna dráttar á afgreiðslu Ice save málsins.Buchheit samningurinn var samþykktur á alþingi í febrúar  2009.Forseti neitaði að staðfesta samninginn og síðan eru liðin tæp 2 ár.Þessi töf hefur kostað þjóðarbúið mikið,sennilega 60-100 milljarða. Buchheit samningurinn kostaði okkur 64 milljarða.Ef til vill hefur þetta sléttast út en  líklegt er þó að töfin hafi kostað okkur meira en  samningurinn.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Já já auðvitað áttum við að láta kúga okkur til hlíðni.

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 29.1.2013 kl. 17:02

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sæll Björgvin

Hvað eg er sammála þér. og hef bloggað í sömu átt, sjá: Hagur heimilinna og niðurstaðan í Icesave

og slóðin er: http://mosi.blog.is/blog/mosi/entry/1279782/#comment3403853

Öll þessi Icesave umræða var öll meira og minna meira á tilfinningastigi fremur en skynsamlegri yfirvegun. Allir þeir lögfræðingar, gamlir kunningjar mínir, hafa alltaf talið að rétt hefði verið að semja.

Hverjir voru ráðgjafar Ólafs Ragnars eða hvöttu hann til að beita 26. gr. stjórnarskrárinnar, hefur ekki komið fram. Voru það braskarar og sem áttu hag af hruninu og vilja núverandi stjórn frá, skal ósagt látið. Alla vega hefði hann mátt ígrunda þetta mál betur, ekki einu sinni heldur jafnvel tvívegis.

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 29.1.2013 kl. 20:27

3 Smámynd: Teitur Haraldsson

"sennilega 60-100 milljarða" villtu ekki bara sleppa því að henda fram einhverjum tölvum sem þig dreymir á næturnar.

Sigmundur Davíð sagði að kostnaðurinn við síðasta JÁ hafi verið 250 milljarðar í mai á síðasta ári.

Að þið jáistar séuð enn að breiða boðskapinn er með ólíkindum.

Teitur Haraldsson, 29.1.2013 kl. 23:50

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Sennilega 60 - 100 miljarðar er það öll heimildin.

Ég kem þá með aðra heimild sennilegaga eins gáfulega; íslendingar spöruðu sennilega 700 til 1000 miljarða og að fara á hausinn vegna vangetu að standa við greiðslu skilmála IceSave samningana. Enginn gjaldeyrir til fyrir greiðslunum.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 29.1.2013 kl. 23:55

5 identicon

Hvað hefurðu fyrir þér þegar þú segir töfina hafa kostað 60-100 milljarða? Fróðlegt væri að sjá alvöru rökstuðning og útreikninga, ekki bara ágiskanir útí bláinn.

Jón Ágúst (IP-tala skráð) 30.1.2013 kl. 01:15

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Við gátum rétt úr kútnum fljótlega eftir staðfestingu Icesave samninganna. Traustið hefði byggst aftur. Lánshæfismatð haft þau áhrif að viðskiptakjör og þar með vextir yrðu okkur hagstæðari. Hagvöxtur og jafnvel erlend fjárfesting í landinu verið meir.

Sennilega eru 60-100 milljarðar jafnvel of varfærnisleg tala. Hagur okkar hefði verið betri.

Þeir sem stóðu gegn þessari þróun voru fyrst og fremst áróðursmeistarar með Sigmund Davíð sem einn meginforystumann og Ólafur Ragnar.

Það voru braskaranir sem græddu mest á töfinni á kostnað þjóðarinnar!

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 30.1.2013 kl. 06:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband