Á að svíkja lífeyrisþega um kjarabætur?

Ekkert bólar á því enn, að ríkisstjórnin láti aldraða og öryrkja fá kjarabætur til jafns við það,sem launþegar á almennum markaði hafa fengið.Launþegar í Flóabandalaginu og Starfsgreinasambandifengu 27 þúsund króna launahækkun frá 1.mai s.l.En aldraðir og öryrkjar fengu ekkert.Þessi samtök sömdu um hækkun á launum sínum upp í 300 þúsund krónur á mánuði á 3 árum.Það er tæplega 27% hækkun

Samkvæmt lögum eiga aldraðir og öryrkjar að fá hliðstæða hækkun. En ekkert bólar á henni.Þvert á móti  lýsti fjármálaràðherra því yfir á alþingi,að lífeyrisþegar fengju ekki  hækkun á lífeyri sínum til jafns við launahækkun launþega.Þetta gerist þrátt fyrir àkvæði laga um,að lífeyrir eigi að hækka í samræmi við hækkun launa (taka mið af hækkun launa).

Það er alveg sama hvaða ríkisstjórn er við völd.Þær telja sér allar sæma að skerða kjör lífeyrisþega.Ætla aldraðir og öryrkjar að láta bjóða sér þetta áfram? Vonandi ekki.

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er hárrétt hjá þér Björgvin það er alveg sama hvaða flokkar skipa ríkisstjórn, allir virðast líta svo á að lífeyrisþegar og öryrkjar sé breiðu bök þjóðfélagsins. Svo er eins og sannleikurinn um kjör þessara hópa renni þá fyrst upp fyrir stjórnmálamönnum þegar þeir sjálfir fylla raðir þessara hópa.

Ég get vel skilið þegar Íhaldið skerðir kjör aldraðra og öryrkja, því það er innbyggt í þess eðli að hygla þeim stóru og nýðast á þeim smáu. En ófyrirgefanlegt er þegar flokkar á vinstri kanntinum, sem kenna sig við jafnvel við alþýðuna og sækja þangað fylgi sitt, gera sig seka um þá sömu svívirðu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.6.2015 kl. 11:30

2 identicon

Bætur ættu ekki að koma launum neitt við, bætur eru ekki laun. Bætur ættu að vera það lágmark sem þarf til að svelta ekki og þær ættu aðeins að hækka með vísitölu neysluverðs.

Jós.T. (IP-tala skráð) 30.6.2015 kl. 13:12

3 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæll!Við erum að tala um lífeyri aldraðra og öryrkja.Ég tel lífeyri hliðstæðan launum og raunar vildi ég kalla lífeyri laun (það er talað um eftirlaun).En aðalatriðið er það,að að í lögum segir,að miða eigi lífeyrisbreytingar við launabreytingar en þó eigi aldrei að hækka lífeyri minna en nemur hækkun neysluverðs.það ríkir misskilningur hjá þér um lífeyri (bætur).Lífeyrir á ekki að vera í einhverju lágmarki til þess að aldraðir og öryrkjar svelti ekki. Lífeyrir á að vera það hár,að lífeyrisþegar geti lifað mannsæmandi lífi og með reisn.

Björgvin Guðmundsson

Björgvin Guðmundsson, 30.6.2015 kl. 13:31

4 identicon

Vilji lífeyrisþegar getað lifað mannsæmandi lífi og með reisn þá hafa þeir alla ævina til að undirbúa það. Það er mjög óeðlilegt að fyrirhyggjuleysi einstaklinga sé sett á skattgreiðendur nema um neyð sé að ræða. Að skattfé fólks sem ekki getur sjálft lifað mannsæmandi lífi með reisn sé notað til að fjármagna annað en brýnustu nauðsynjar bótaþega. Þó þú kallir bætur og styrki laun þá eru það ekki laun, ekki endurgreiðir þú mér þó ég fari að kalla bæturnar lán. Og ég geri mér fyllilega grein fyrir því að löggjafinn er mér ekki sammála og stjórnvöldum ber að fara að lögum. Í lögum segir ekki,"að miða eigi lífeyrisbreytingar við launabreytinga" Þar segir að bætur almannatrygginga skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun... En bætur hækkuðu 1. Janúar 2015 og því er ekki komið ár "..bætur almannatrygginga skulu breytast árlega..".

Jós.T. (IP-tala skráð) 30.6.2015 kl. 14:38

5 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæll aftur!

Áður var það ákvæði í lögum að lífeyrir ætti að hækka í samræmi við hækkun lágmarkslauna.Því var breytt í núgildandi ákvæði.Þá var Davíð Oddsson forsætis

ráðherra.Hann lýsti því yfir,að nýja ákvæðið yrði hagstæðara lífeyrisþegum en það eldra.Með hliðsjón af því og gildandi lagaákvæði tel ég að hækka eigi lífeyri í samræmi við hækkun lægstu launa.

Ríkisvaldið skuldar lífeyrisþegum 30 milljarða vegna gjaldfallinna kosningaloforða við lífeyrisþega.Ef ríkið greiðir þá skuld strax er ég viss um að aldraðir og öryrkjar mundu fallast á að bíða til áranóta með að fá hækkun á lífeyri vegna launahækkana samkvæmt nýju kjarasamningunum.

Bestu kveðjur

Björgvin

Björgvin Guðmundsson, 30.6.2015 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband