Lífeyrir á að hækka eins og lægstu laun

Stjórnmálaflokkarnir hafa í orði a.m.k. sagt,að lífeyrir aldraðra og öryrkja ætti að hækka í samræmi við hækkanir á lægstu launum.Þannig samþykkti Sjálfstæðisflokkurinn á landsfundi 2013,rétt fyrir alþingiskosningarnar,að leiðrétta ætti ellilífeyri strax til samræmis við þær hækkanir,sem orðið hefðu á lægstu launum síðan í byrjun árs 2009.Það skýtur því skökku við, þegar Bjarni Benedktsson formaður Sjálfstæðisflokksins vill nú hækka lífeyri aldraðra og öryrkja miklu minna en lægstu laun.Verkafólk hefur samið um 28% hækkun á launum sínum á 3 árum en  Bjarni vill aðeins láta aldraðra og öryrkja fá 8,9% hækkun eða tæplega þriðjung af því,sem láglaunafólk fær.Auk þess vill Bjarni og ríkisstjórnin draga lífeyrisþega í 8 mánuði á leiðréttingu á lifeyri sínum.Verkafólk fékk 31 þúsund kr. hækkun a launum sínum 1.mai sl. en aldraðir og öryrkjar eiga ekki að fá neina hækkun fyrr en næsta ár og þá eiga þeir að fá hungurlús. Það gengur ekki.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband