Hafa 8 milljarða af öldruðum og öryrkjum í ár!

Ríkisstjórnin hefur 8 milljarða af öldruðum og öryrkjum á þessu ári með því að svíkjast um að hækka lífeyri þeirra frá 1.mai til samræmis við hækkun lágmarkslauna verkafólks.Aldraðir og öryrkjar fá enga hækkun á þessu ári í kjölfar launahækkana 1.mai. Og loks þegar ríkisstjórninni þóknast að láta lífeyrisþega fá hungurlús er það aðeins 9,4% hækkun í stað 14,5% sem launþegar fá?Launþegar fá síðan 40% hækkun lágmarkslauna á 3 árum en aldraðir og öryrkjar virðast ekki eiga að fá neina viðbótar hækkun á þvi tímabili.Ríkisstjórnin þykist vera að gera einhver ósköp fyrir aldraða og öryrkja en í rauninni eru þeir að gera sáralítið.Móttó ríkisstjórnarinnar virðist vera: Gera lítið og seint. Og klípa af bótunum eins og mögulegt er. Hvenær breytist viðhorfið til aldraðra og öryrkja?

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Ragnar (Maggi Raggi).

Björgvin Guðmundsson, þú spurðir: „Hvenær breytist viðhorfið til aldraðra og öryrkja?“.

Frekar ætti að spyrja: „Hvenær ætlar Alþingi okkar þjóðar að læra að fara eftir stjórnarskránni sem skipar fyrir að allir skulu vera jafnir fyrir lögum?“.

Því í augum Alþingis þá erum við láglaunaðir bara fyrir þeim með væli um launaréttindi sem og við verðskuldum að fá útfrá jafnræðisákvæði stjórnarskrárinnar, sem og okkar óheilaga Alþingi er því miður margsinnis búin að margnauðga með því að huga meira að þeim sem efnameiri eru, og leika sér að því að svelta þá láglaunuðustu sem þau viljandi líta framhjá, með öllum þeim svikalygum sem við þjóðin höfum því miður þurft að margblæða alveg síðan að Alþingi okkar þjóðar fór að vera hjartalaust gegn öllum þeim sem skulu vera jafnir fyrir lögum.

Því miður þá er það sorglegt að þurfa að kalla Alþingið óheilagt, því alveg frá því að Alþingi þjóðarinnar fór að vanvirða láglaunaða í ójöfnuð, þá því miður hafa þau verið dugleg við að margnauðga stjórnarskráákvæðið sem skipar fyrir að „ALLIR SKULU VERA JAFNIR FYRIR LÖGUM“.

Sem beinlínis þýðir, við búum í landi sem er byggt upp á lygum og ójöfnunar ólögum gegn öllum sem skulu vera jafnir, sem og er frekar flókin spurning að spyrja: „Af hverju?“.

Kær einlægis kveðja,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi), öryrki.

Magnús Ragnar (Maggi Raggi)., 9.9.2015 kl. 15:12

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Björgvin maður heyrir aldrei neitt um leiðréttinguna sem við áttum að fá um leið og þingmenn. og það virðist einginn vera að taka undir þótt það sé skrifað um þetta. Allt svikið sem lofað var og maður ber einga virðingu fyrir þessum stjórnarmönnum, og bítur sig í handarbakið fyrir að hafa stutt þessar fíkurur!!!!!!!!!!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 10.9.2015 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband