Íslenskir eldri borgarar greiða sjálfir 60 % ellilífeyris síns!

Íslenskir eldri borgarar greiða sjálfir 60% af ellilífeyri sínum.Sá hluti kemur úr lífeyrissjóðunum,sem þeir hafa greitt í. Þetta segir Stefán Ólafsson prófessor.Þetta er ekki svona á hinum Norðurlöndunum. Jþar þarf ríkið að greiða miklu meira af ellilífeyrinum en hér. Ellílífeyrisþegar eru einnig miklu færri hér en á hinum Norðurlöndunum.Það er vegna þess að eldri borgarar fara miklu seinna á ellilaun hér en á hinum Norðurlöndunum.Þeir vinna lengur hér. 28% vinnufærra manna,16 ára og eldri eru á ellilaunum  á hinum Norðurlöndunum en aðeins 22% hér?Öryrkjar eru einnig hlutfallslega færri hér en á hinum Norðurlöndunum þrátt fyrir fullyrðingar formanns fjárlaganefndar um hið gagnstæða.Lífeyrisþegar eru hlutfallslega færri hér. Það ætti því að vera auðveldara fyrir ríkið hér að gera vel við aldraða og öryrkja. en það er öfugt. Ríkið greiðir hlutfallslega miklu minna til lífeyrisþega hér en á hinum Norðurlöndunum enda þótt eldri borgarar greiði sjálfir 60% af ellilífeyri sínum.Eldri borgarar og öryrkjar hafa það miklu betra á hinum Norðurlöndunum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband