Hverju lofaði Bjarni Benediktsson lífeyrisþegum 2013?

Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningar 2013 var eftirfarandi samþykkt:Ellilífeyrir verði leiðréttur STRAX  til samanburðar við þær hækkanir,sem orðið hafa á LÆGSTU LAUNUM frá 2009.Bjarni Benediktsson var þá formaður Sjálfstæðisflokksins.

Auk þess sendi Bjarni Benediktsson bréf til eldri borgara þetta sama ár,2013 fyrir kosningar,og sagði: Við ætlum að afnema tekjutengingar almannatrygginga: M.ö.o: Hætta að skerða lífeyri aldraðra hjá TR vegna tekna af atvinnu og fjármunum og vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Bjarni Benediktsson er nú fjármálaráðherra og því í kjöraðstöðu til þess að efna bæði þessi loforð,þ.e. frá landsfundi og bréfinu,sem hann sendi út.En hvorugt loforðið hefur verið efnt! Það hefur ekkert verið gert til þess að efna  þessi loforð.

Þegar spurt er um efndir er svarað með útúrsnúningum og t.d. sagt,að frítekjumark vegna atvinnutekna hafi verið rýmkað  svo og grunnlífeyrir þeirra,sem hafa góðan lífeyrissjóð.Slík svör duga ekki.

Aldraðir vilja fullar efndir á stóru kosningaloforðunum,leiðréttingu lífeyris vegna kjaragliðnunar og afnám tekjutenginga eins og lofað var. Verði það ekki gert á stjórnin að segja af sér.Þessi loforð komu henni til valda.Þetta eru stærstu loforðin.

Björgvin Guðmundsson.

www.gudmundsson.net

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband