Launþegar 31 þúsund krónur á mánuði-aldraðir og öryrkjar 0 krónur!

Það eru nú tæpir 6 mánuðir frá því launþegar sömdu um 31 þúsund króna hækkun á lágmarkslaunum  sínum strax og að launin hækkuðu upp í 300 þúsund á 3 árum.Aldraðir og öryrkjar fengu enga hækkun um leið og hafa ekki fengið enn neina hækkun á lífeyri sínum í kjölfar þessara kauphækkana.Það var talið,að kjör verkafólks væru svo slæm,að ekki væri unnt að lifa á þeim. Þess vegna var launum verkafólks lyft myndarlega upp. En nákvæmlega sömu rök eru fyrir því að lyfta lífeyri aldraðra og öryrkja. Lífeyrisþegar geta ekki lifað á þeim smánarlega lága lífeyri, sem þeir lægst launuðu meðal lífeyrisþega hafa.Hvers vegna var þá ekki lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaður um leið? Því getur aðeins ríkisstjórnin svarað.Það er verið að pína þá aldraða og öryrkja sem verst eru staddir. Það er verið að níðast á þeim. Það er verið að brjóta mannréttindi á þeim.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aldraðir eru fæstir að koma upp börnum og fjárfesta í öllu því sem líf fjærri hótel mömmu krefst. Hvers vegna aldraðir ættu að fá bætur sem jafnast á við laun vinnandi fólks er mér óskiljanlegt. Ég er nokkuð viss um að bótaþegar komast vel af með töluvert minna en 8000 á dag. Barátta launamanna á ekki að skila sér í hækkun bóta til þeirra sem ekki vinna. Bætur ættu aðeins að fylgja vísitölu. Ekki hefur frést af stórum hópum sveltandi gamalmenna, núverandi bætur virðast því fullnægjandi og jafnvel ríflegar. Full ástæða er til endurskoðunar þar sem raunveruleg lágmarksþörf er mæld og bætur hækkaðar eða lækkaðar í samræmi við það.

Ufsi (IP-tala skráð) 27.10.2015 kl. 16:41

2 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæll Óli! Þú ert á villigötum í þínum sjónarmiðum  varðandi lífeyri aldraðra. Einhleypur ellilífeyrisþegi,sem aðeins hefur tekjur frá almannatryggingum hefur aðeins 192 þúsund krónur á mánuði eftir skatt.Það lifir enginn mannsæmandi lífi af svo lágum lífeyriÞað stenst því ekki,þegar þú segir,að lífeyrir aldraðra né nógu hár.Við í kjaranefnd Felags eldri borgara og félaginu erum að berjast fyrir þá sem verst eru staddir eins og dæmið,sem ég nefndi hér. Við erum ekki að berjast fyrir hækkun handa þeim sem hafa háan lífeyri.Allir em komnir eru á eftirlaunaaldur eru búnir að greiða skatta til þjóðfélagsins og þar á meðal til almannatrygginga alla ævi.Þeir eru því búnir að vinna fyrir þokkalegum lífeyri á efri árum. Þettu eru ekki bætur,sem eldri borgarar eru að fá. Nær er að kalla þetta endurgreiðslu.En eftirlaun eða bara laun eru ágæt orð. Þú ættir að hætta að berjast gegn eldri borgurum Óli.Það klæðir þig ekki. Þó þér hafi gengið vel þarftu ekki að berjast gegn því að þeir sem hafa ekki lífeyrissjóð eða hafa lélegan lífeyrissjóð fái nægilegan lífeyri frá almannatryggingum.- Kær kveðja Björgvin

Björgvin Guðmundsson, 27.10.2015 kl. 17:37

3 identicon

Skömm að því hvernig farið er með eldri borgara á Íslandi. 

"Vinstri stjórnin" (bankaviðreisnarstjórnin) skerti kjör eldri borgara árið 2009. 

Hvað segir Björgvin um það? (hans flokkur var þá við völd).

Afhverju marsera eldri borgarar ekki niður á Austurvöll og mótmæla?

Nú þegar betur árar er að sækja þessa skerðingu til baka og gott betur í ljósi nýjustu kjarasamninga.

Nú er að berjast félagar!

Atli Örn Hilmarsson (IP-tala skráð) 31.10.2015 kl. 03:25

4 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæll Atli Örn! Ég gagnrýndi vinstri stjórnina einnig harðlega. En það hafði orðið bankahrun og var kreppa. Vinstri stjórnin hefur það sér til málsbóta,að hún skertir ekki lífeyri þeirra sem höfðu verstu kjörin.Þeir héldu óbreyttum lífeyri.En hinir sættu kjaraskerðingu.Mesta kjaraskerðingin er þó svokölluð kjaragliðnun og hún hefur haldið áfram í tíð þessarar stjórnar. Með kjaragliðnun er átt við það þegar lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkar minna en launin. það gerðist 2009-2013 og það hefur haldið áfram síðan og það er mikil kjaragliðnun á þessu ári.Núverandi stjórn lofaði að leiðrétta kjaragliðnun kreppuáranns en hefur ekki gert það. Það þarf að hækka lífeyri umn20-25% til þess að leiðrétta þá kjaragliðnun? Og síðan þarf að hækka lífeyri um 15-20 vegna kjaragliðnunar síðan? En ekkert gerist.

bestu kveðjur

Björgvin Guðmundsson

Björgvin Guðmundsson, 31.10.2015 kl. 06:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband