Vigdís greiddi atkvæði gegn kjarabótum aldraðra og öryrkja.Kveðst nú vera að skipta um skoðun!

Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar var í viðtali við Bylgjuna um málefni aldraðra.Þetta var kostulegt viðtal. Eftir að fjárlaganefnd og meirihluti alþingis er nýbúinn að fella allar tillögur um afturvirkar kjarabætur til aldraðra og öryrkja eins og aðrir hafa fengið og felldar hafa verið allar tillögur um, að lífeyrisþegar fengju sambærilegar hækkanir og verkafólk segir Vigdís að hún vilji bæta kjör þeirra lífeyrisþega,sem verst hafa kjörin!Ég tek ekkert mark á þessu.Þetta er marklaust orðagjálfur.Vigdís hafði tækifæri til þess að veita þeim verst stöddu meðal aldraðra og öryrkja kjarabætur við afgreiðslu fjárlaga í desember. Hún greiddi atkvæði gegn slíkum tillögum þá.Afsökun hennar um,að hún hafi ekki vitað hve margir lífeyrisþegar væru illa staddir er marklaus.Hún væri ekki að vinna vinnuna sína,ef hún kynnti sér ekki málin áður en þau kæmu til afgreiðslu.

Síðan dásamaði hún 9,7% hækkun lífeyris,sem lífeyrisþegar fengu 8 mánuðum seinna en verkafólk fékk hækkun og 10 mánuðum seinna en ráðherrar fengu 100 þús króna hækkun hver.Hún hefði dásamað þessa hækkun jafnmikið þó hún hefði verið 5%!Sannleikurinn er sá,að það er Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra,sem ákveður hækkun lífeyrisþega og sker hana niður langt niður fyrir launahækkanir annarra (14,5%-30% hjá öðrum).Framsókn og þar með Vigdís dansar með. Framsóknarflokkurinn er ekki lengur neinn félagshyggjuflokkur.Ef svo væri hefði flokkurinn ekki brugðist öldruðum og öryrkjum gersamlega.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband