Hvers vegna er verið að skattleggja lífeyri aldraðra og öryrkja?

Margir borgarar standa í þeirri trú,að lífeyrir aldraðra og öryrkja sé skattfrjáls!.Sumir þessara borgara sjá ofsjónum yfir þessu lítilræði sem lífeyrisþegar fá í lífeyri.Þegar þessu fólki er bent á að lífeyrisþegar verði að greiða (háa) skatta af lífeyrinum sem þeir fá,verða þeir hissa. Ríkið afhendir lífeyrisþegum lífeyri með annarri hendinni en tekur drjúgan hlut af honum til baka með hinni.

Einhleypur ellilifeyrisþegi greiðir í dag 40 þúsund kr. í  i skatta í  hverjum mánuði. Honum eru reiknaðar tæpar 92 þúsund kr. í skatta en til frádráttar koma tæpar 52 þúsund kr í persónuafslátt.Hvaða vit er í þessu? Auðvitað á lífeyririnn að vera skattfrjáls.Þannig er það i Noregi. Þar er aðeins lagt 5% gjald á lífeyrinn en enginn tekjuskattur eins og hér.Á meðan algert skattfrelsi á lífeyri aldraðra og öryrkja nær ekki fram að ganga hér þarf að hækka skattleysismörkin myndarlega. Þau eru í dag 145 þúsund krónur á mánuði. Það er alltof lágt.Það þarf að hækka þau í rúmar 200 þúsund krónur.Slík breyting væri mikil kjarabót fyrir aldraða og öryrkja en einnig fyrir lágtekjufólk. Vinnum að þessari breytingu.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já vinnum að þessum breytingum. En hvernig gerum við það?

Í öllum stéttum þjóðfélagsins er fjárhagur einstaklinga afar misjafn. Þannig er það líka hjá svokölluðum eldriborgurum eða eftirlaunaþegum. En hvað skildi nú valda því að svo illa gengur að bæta kjör eldriborgara og kjörin svo ömurleg sem raun ber vitni.

Gæti það verið að þeir sem fara með þennan málaflokk þurfi ekki að kvíða ellinni miðað við að þeim lánist að verða gamlir, því þeir hafa þegar tryggt sér góðan lífeyrir. Ekki veit ég, en eitthvað er að. Sem betur fer eru til eftirlaunahópar sem hafa góðan lífeyri og í sumum tilfellum meira en þeir geta torgað. En hvað með hina sem varla eiga fyrir lyfjum og öðrum nauðsynjum eins og oft er fjallað um í fjölmiðlum. Það þarf að jafna kjör eftirlaunaþega. Misskiptingin þar er orðin óþolandi eins og raunar í öllu þjóðfélaginu. Velferðarráðuneytið gefur út viðmiðunartölur sem þarf til lámarks framfærslu, en eftir því er ekki farið. Nú þegar er verið að semja um kjör á almennum markaði og kallað var eftir afstöðu stjórnmálaflokka hvort þeir styðji verkafólk í baráttunni, Það þarf einnig að kalla eftir stuðningi við kjör eldri borgara því það má ekki gleyma þeim atkvæðum, hvert atkvæði þeirra vegur jafnt á við þeirra sem meira mega sín.

MUNIÐ ÞETTA ELDRIBORGARAR!!!!  MUNIÐ ÞETTA FRAMBJÓÐENDUR.!!!!

Þeir sem hættir eru störfum vegna aldur sjúkdóma eð hvað það sem er gerir viðkomandi óvinnufæran eiga ekki að þurfa að standa í kjarabaráttu. Það á að vera metnaður frjálsar og velmegandi þjóðar að tryggja þeim sem af elju og samviskusemi hafa lagt sitt að mörkum til uppbyggingu þjóðfélags sem rifið hefur sig upp á stuttum tíma úr moldarkofunum  í það að vera eitt besta í heimi.

Það er ekki best í heimi ef eftirlaunaþegum er ekki tryggð lámarks framfærsla.

Eldriborgarar verða að bera jafnt úr bítum í komandi kjarasamningum eins og aðrir launþegar þessa lands. Annað er sjálfstæðri þjóð ekki samboðið.

Ingibjartur G Þórjónsson (IP-tala skráð) 29.1.2016 kl. 17:26

2 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Það eru ekki aðeins lífeyrisþegar sem hafa lítið milli handanna. Þeir sem eru á lágmarkslaunum ættu yfirleitt ekki að greiða krónu í skatt. Ef skattleysismörk væru hækkuð og prósentan hækkuð á hina þá gæti meðaltekjumaður komið eins út. Þeir tekju minni betur og þeir tekju hærri myndu borga brúsann. 

Jón Sigurgeirsson , 30.1.2016 kl. 14:40

3 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæll Jón! Eg er algerlega sammála þér.

Kær kveðja

Björgvin

Björgvin Guðmundsson, 30.1.2016 kl. 15:52

4 identicon

Já ég vildi óska að ég vissi hvað er hægt að gera, því ég er búin að reyna margt. Það eru ekki bara launin,sem þeir halda niðri hjá öryrkjum og  eldri borgurum, heldur stela þeir öllum styrkjum af okkur líka skattleggja þá og skerða síðan lífeyrinn.Þetta er tvísköttun.  Ég læt fylgja hér með bréf, sem ég skrifaði Velferðarráðherra á síðasta ári og bíð enn eftir svari.

Vonandi finnur einhver leið til að stoppa þetta óréttlæti. Kv. Kristín Harðardóttir

Stykkishólmi   21.apríl 2015

 

 Komdu sæl Eygló

 

Mér datt í hug að skrifa þér, af því mér var bent á að þú hlustaðir á og sýndir fólki þá virðingu

að svara því.  Það eru víst ekki margir, sem gera það nú til dags.

Málið er að mig langar til að benda þér á ( í þeirri von að þú getir haft einhver áhrif til breytinga) það hræðilega óréttlæti, sem öryrkjar og eldri borgarar mega þola af hendi stjórnvalda. Ég var svo heppin að því að mér fannst að vera í aðstöðu til að vera heima með börnin mín þegar þau voru lítil, en ég ól upp 6 börn.  Núna er ég heldur betur að borga fyrir þetta. Ég hef það lítinn lífeyrissjóð að ég verð að fá ellilífeyri frá TR og ég held að það sé það versta, sem nokkur getur lent í.  Ekki bara að fólki er skammtað þannig að það á að getað lifað af að hámarki 180 Þús. kr. útborgað á mánuði, þá koma allskonar skerðingar eftir á .

Við hjónin erum bæði félagar í VSSÍ og höfum greitt félagsgjöld alla okkar starfsævi með peningum, sem við höfðum greitt skatta af.  Við töldum okkur svo heppin, vegna þess að þetta er eitt af fáum félögum, sem henda ekki fólki út þegar það verður 67 ára heldur höldum við okkar réttindum alla ævi. Við höfum öðlast ýmis réttindi hjá þeim, svo sem ýmsa styrki.

Árið 2013 fórum við bæði samkvæmt læknisráði á HNLFÍ í Hveragerði og fengum styrk frá VSSÍ að upphæð ca 385 þús.og ég fékk líka 38 þús. fyrir gleraugum.

 

Dvölin kostað yfir 400 þús. Fyrst tók ríkið 150 þús. í staðgreiðslu og síðan krafði TR okkur um 170 þús. endurgreiðslu, sem við erum ennþá að greiða. Ég gerði athugasemdir við þetta, bæði við RSK og TR en þeir benntu bara hvor á annan. Ég spurði þá hjá TR, ef þetta eru laun fellur þetta þá ekki undir laun, sem maður má vinna fyrir án skerðinga. Þá var svarið: Nei þetta eru ÖÐRUVÍSI laun. Við höfum reynt að fara í tékk hjá Hjartavernd á 2 til 3 ára fresti og eins fer ég í krabbameinsskoðun. Ég hringdi í RSK og spurði hvort styrkir til þessara málefna yrðu teknir eins og hinir styrkirnir, því ég ætlaði ekki að sækja um þá fyrir Ríkið. Mér var sagt að svo væri ekki, en þegar ég var að senda skattframtalið sá ég að þetta var tekið sem laun.

Ég hringdi og spurði hvort ég ætti þá að færa frádrátt á móti, en var sagt að það þýddi ekkert

Ég yrði látin borga skatt og TR myndi líka skerða vegna þessa styrks. Það hafði ekki verið dregin staðgreiðsla af þessum styrk eins og hinum, svo nú fæ ég bara að borga skattinn eftirá líka. Þegar ég bað um skýringu á þessu var svarið:  Ég veit það ekki. Eins fékk ég að vita að EINU styrkirnir, sem ekki eru skattskyldir væru styrkir til líkamsræktar, ég spyr er ekki dvöl á HNLFÍ líkamsrækt?

 

Ég var mjög spennt fyrir breytingunni, sem var gerð þegar hætt var að skerða ellilífeyrinn vegna lífeyrissjóðs, hélt að nú kæmi einhver hækkun, en þá var mér sagt að ég fengi ekkert, því ég væri með óskertan ellilífeyri, það væru bara fyrstu 38 þús. sem hétu ellilífeyrir hitt væri tekjutrygging og lífeyrissjóðurinn skerti hana fyrst. Þeir, sem högnuðust á breytingunni,  Það voru eingöngu þeir, sem voru með það háan lífeyri að þeir fengu ekki ellilífeyri, enda þurftu þeir ekkert á honum að halda. Þeir fengu  þessar 38 þús. kr. mínus skatt. Sem sagt eins og vanalega þeir lægst launuðu fengu ekkert.



Væri ekki nær að endurskoða og einfalda verksvið TR. Það þarf nokkuð mikinn tíma og starfskraft til að reikna bæturnar og svo allar endurgreiðslurnar, sem fólk þarf að greiða.

Af hverju ekki bara að hafa ákveðna upphæð, sem fólk fær útborgað á mánuði, svo fólk viti hvar það stendur.

Til að gæta sannmælis þá var hækkun tekna, sem má vinna fyrir án skerðinga á lífeyri

mjög góð ákvörðun.  

Margt fólk vill og getur unnið á þessum aldri og auðvitað á að leyfa því að gera það.



Með von um einhver viðbrögð. Er orðin þreytt á að tala fyrir daufum eyrum.

 

Virðingafyllst

 

Kristín Harðardóttir

1304454599

Móholti 12

340 Stykkishólmur

Sími 8950580

E mail  moholt12@gmail.com

 

Kristín Harðardóttir (IP-tala skráð) 30.1.2016 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband