Við þurfum umboðsmann aldraðra

Það er alltaf verið að brjóta á öldruðum.Það eru brotin lög á þeim og jafnvel stjórnarskráin er brotin gagnvart eldri borgurum.Stjórnvöld hundsa eldri borgara og öryrkja algerlega.Kannski er það ein ástæðan fyrir því að fylgið hrynur af flokkunum.Samkvæmt nýrri könnun er Framsókn með 10% og Sjálfstæðisflokkurinn með 23%.Samfylking og VG eru með 10% hvor og Björt framtíð 1,6%. Píratar rjúka hins vegar upp og eru nú komnir í 43%. Það er ljóst,að kjósendur eru ekki ánægðir með valdahafana.Þeir eru ekki ánægðir með gömlu flokkana. En mennn draga engan lærdóm af þessu. Ráðherrarnir stinga ályktunum eldri borgara undir stól og yppta öxlunm.Það virðist ekki skipta þá neinu máli þó ekki sé unnt að framfleyta sér á þeim lága lífeyri,sem öldruðum og öryrkjum er skammtaður,rúmar 200 þús eftir skatt til einheypinga,sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum.Við verðum því að fá umboðsmann aldraðra,sem gæti þess að ekki sé verið að brjóta lög og stjórnarskrá á eldri borgurum. Og þessi umboðsmaður á að gæta þess að ekki sé verið að brjóta mannréttindi á eldri borgurum. Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík hefur ítrekað samþykkt að stofna þurfi embætti umboðsmanns aldraðra. Það þolir enga bið.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Sæll Björgvin.

 Já við þurfum umboðsmann Eldriborgara.

 Það er búið að skipa eða verið að- ganga frá umboðsmanni INNFLYTJENDA.

 ÞEIR ERU HÆRRA SETTIR EN ÞEIR SEM ÞÆLUÐU SER ÚT  alla sina daga.

 kv.

Erla Magna Alexandersdóttir, 28.1.2016 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband