Lífeyrir hækki til samræmis við neyslukönnun Hagstofunnar

Hver er staðan í kjaramálum  aldraðra og öryrkja í dag?Hvað er brýnast að gera til þess að bæta kjör lífeyrisþega?Þessum spurningum mun ég svara í þessum pistli.

Staðan er þessi. Þeir lífeyrisþegar,sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatryggingum hafa ekki nægilegar tekjur fyrir framfærslukostnaði.Þeir verða að neita sér um einhverja brýna liði.Það,sem er brýnast að gera, er að bæta úr þessu.Það þarf að hækka lífeyrinn svo mikið, að hann dugi fyrir framfærslukostnaði og aldraðir og öryrkjar þurfi ekki að velta fyrir sér hverri krónu síðustu daga mánaðarins.Eðlilegast er að hækka lífeyrinn í samræmi við neyslukönnun Hagstofunnar.Samkvæmt henni notar einhleypingur 321 þúsund krónur á mánuði að meðaltali til neyslu.Það þarf því að hækka lífeyri TR um 114  þúsund krónur á mánuði til þess að ná þeirri upphæð (lífeyrir er í dag 207 þúsund á mánuði eftir skatt fyrir einhleypinga).Þetta er aðeins fyrir ofan lágmarkslaun verkafólks eins og þau eiga að vera  2018.Samræma ætti einnig lágmarkslaun neyslukönnun Hagstofunnar.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband