"Eignaupptaka" hjá eldri borgurum á hjúkrunarheimilum!

Þegar eldri  borgari fer á hjúkrunarheimili gerir Tryggingastofnun ríkisins lífeyri hans "upptækan" til greiðslu kostnaðar við dvölina á hjúkrunarheimilinu.Þetta er líkast eignaupptöku.Þeir,sem hafa meira en rúmar 74 þúsund í tekjur, mega sæta því,að það sem umfram er sé af þeim tekið fyrir dvalarkostnaði þar til náð er markinu tæpar 355 þúsund krónur.Þar stöðvast "eignaupptakan".Síðan er eldri borgurunum skammtaðir vasapeningar,53 þúsund krónur að hámarki  en þessi greiðsla er tekjutengd.

Eldri borgararnir,sem fara á hjúkrunarheimili, eru ekki spurðir að því hvort þeir samþykki að lífeyrir þeirra sé tekinn af þeim í framangreindum tilgangi. Nei,þeim er einfaldlega tilkynnt þetta.Á hinum Norðurlöndunum er annar háttur hafður á. Þar fá eldri borgararnir lífeyrinn í sínar hendur en síðan greiða þeir sjálfir eða aðstandendur kostnaðinn við dvölina á hjúkrunarheimilinu.

Það er mat lögfræðinga,að það sé mannréttindabrot að rífa lífeyrinn af eldri borgurum á þennan hátt.

Við ættum að hafa sama hátt á þessu og á hinum Norðurlöndunum.Við þurfum að breyta þessu strax það er niðurlægjandi fyrir eldri borgara að þurfa að sæta því fyrirkomulagi,sem nú er viðhaft.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Á meðan lífeyrissjóðirnir þenja sig upp í þjóðarframleiðslu er komið fram við lífeyrisþega eins og þeir séu ómagar á þjóðinni, bara vegna þess að þeir voru svo barnalegir að halda að þeir væru að leggja sína eigin peninga fyrir alla starfsævina til þess að njóta þeirra í ellinni.

Ómar Ragnarsson, 11.2.2016 kl. 08:57

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

En hvernig geta þeir tekið það sem hver einstaklingur greitt úr lífyrissjóði. Sá lífeyrisréttur er einkaeign hvers einstaklings. Í dag er rúmlega 46 ár síðan ég fór að greiða í lífeyrissjóð samkvæmt lagaskyldu. Fyrst 10% af öllum dagvinnulaunum. Frá 1. janúar 1980 10% af öllum launum mínum og frá aldarmótum enn meira.

Það vill nefnilega þannig til, að aldraðir fara gjarnan á hjúkrunarheimili gegn eigin vilja. Þeir eru ekki spurðir um hvort það sé þeirra vilji. Ef aldraður neyðist til að fara á slíka stofnun verður hann einnig að vera búinn að selja íbúð sína ef hann á eina slíka.

Margir hafa í gegnum lífið verið lausir við að greiða í fyrirfram ákveðinn lífeyrissjóð og hafi þeir greitt hafa þeir getað tekið út úr sjóðnum sem þeir hafa greitt og verið gjörsamlega eignalausir þegar þeir eru lagðir inn á hjúkrunarheimili. Dæmi um slíka aðila eru þeir sem eru atvinnurekendur og fjárfestar sem lifa á fjárfestingartekjum.

Að lokum má það gjarnan koma fram, að það eru alfarið launamenn sem greiða í lífeyrissjóðina samkvæmt kjarasamningum þar um en ekki fyrirtækin eða eigendur þeirra. Þeir vinna fyrir þeim hluta launa sinna sem launagreiðandanum ber að skila beint til sjóðanna. Þetta þótti rosalega gott fyrirkomulag og átti að vera skattahagræði.  

Kristbjörn Árnason, 11.2.2016 kl. 09:48

3 identicon

Látum ekki pólitík spilla mannréttinda baráttu okkar,hún er of oft notuð til að spilla vináttu, hópstarfi,félagsstarfi og heilum þjóðfélögum.

Stöndum saman, EKKERT má sundra okkur í mannréttinda baráttu og verum samstíga í henni.

Ekkert er mikilvægara en samstaðan.

Hjördís Björg Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 11.2.2016 kl. 09:55

4 Smámynd: Jack Daniel's

Ógeðslegt að horfa upp á það hvernig komið er fram við gamla fólkið hér á landi.

Jack Daniel's, 11.2.2016 kl. 11:30

5 Smámynd: Einar Sigfússon

Ráð númer 1 til mögulegra úrbóta er: Kjósið ekki Fjórflokkinn!!!

Einar Sigfússon, 11.2.2016 kl. 11:53

6 identicon

Langar að benda á annað varðandi þetta.

Móðir mín fer á hjúkrunarheimili nokkrum mánuðum áður en leiðréttingin er framkvæmd. Íbúðin hennar er seld og var okkur sagt að hún fengi samt leiðréttinguna eins og aðrir.  Hún hefur ekki tekjur, heldur eingöngu vasapening frá hjúkrunarheimilinu, svo ekki fær hún leiðréttinguna í sinn vasa í gegnum skattalækkun. Ég spurðist fyrir um þetta og var sagt að þessi leiðrétting væru tekjur og því ætti hún ekki rétt á þessu, hinsvegar finnst mér réttara að horfa á þessa leiðréttingu sem eign, sem að hún sjálf á, það er verið að leiðrétta hennar eignarhlut í íbúðinni sem hún átti ekki satt?  

Margrét Sigurjóns (IP-tala skráð) 11.2.2016 kl. 15:48

7 identicon

Það virðast engvir taka eftir þessu óréttlæti fyrr en það snertir þá sjálfa.  Man að þegar aðstandandi minn sem var kennari allt sítt líf lenti inn á hjúkrunarheimili þá var allur hans lífeyrir tekin sem þá var 250.000 en hann fékk að halda eftir af þeirri upphæð vasapenigum sem voru ca 21.000.- og maðurinn sem var með honum á herbergi fékk 21.000 frá TR. en hafði lítinn sem engan lífeyrir-  Það hafa engvir þingmenn sem ég hef talað við í gegnum tíðina viljað lagfæra þetta því þeir vita sem er að þeir sem hafa mestu tekjurnar á lífeyriraldri eru "bestu" viðskiptavinir dvalarheimilianna.

Edda kr. Björnsdóttir (IP-tala skráð) 12.2.2016 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband