Lífeyrir frá TR á að hækka í a.m.k. 300 þúsund krónur á mánuði

Á þingi Landssambands eldri borgara 2015 var samþykkt,að lífeyrir aldraðra frá almannatryggingum ætti að hækka að lágmarki jafnmikið og lágmarkslaun launþega.Verkafólk samdi um 14,5% hækkun lágmarkslauna l.mai 2015 og hækkun í 300 þúsund krónur á mánuði á 3 árum.Samkvæmt samþykkt þings LEB hafa eldri borgarar barist fyrir því sama til handa öldruðum.Þessi samþykkt var ítrekuð á nýfstöðnum aðalfundi Félags eldri borgara í Reykjavík.En þar var jafnframt samþykkt að síðan ætti lífeyrir aldraðra frá TR að hækka í samræmi við niðurstöðu neyslukönnunar Hagstofunnar hverju sinni.

 Ríkisstjórnin hefur  hundsað ályktanir Landssambands eldri borgara og Félags eldri borgara um kjaramál. Ályktanir,sem sendar hafa verið ráðherrum um þetta efni hafa lent í ruslakörfunni og þeim í engu verið sinnt.Enn hefur ríkisstjórnin ekki sagt eitt einasta orð um það, hvort lífeyrisþegar eigi að fá sömu hækkun og verkafólk á 3 árum,þ.e. hækkun í 300 þúsund krónur á mánuði.

Þegar verkafólk setti fram kröfuna um hækkun lágmarkslauna um 14,5% 1.mai 2015 og hækkun í 300 þúsund á 3 árum,var það vegna þess,að ekki var unnt að lifa af þeim lágmarkslaunum,sem giltu áður,214 þúsundum á mánuði. Verkalýðshreyfingin ákvað því að lyfta lægstu launum myndarlega upp.En það gilda nákvæmlega sömu rök fyrir nauðsyn á hækkun lífeyris eins og fyrir hækkun lágmarkslauna.Lífeyrisþegar geta ekki fremur lifað af lægsta lífeyri,sem þeir fá. Það var talið,að ekki væri unnt að lifa af lágmarkslaunum verkafólks og þyrfti að hækka þau um 31 þúsund á mánuði,14,5% en ríkisstjórnin taldi sig vita  betur og vildi ekki hækka lífeyri meira en um 9,7% og hún vildi ekki að aldraðir og öryrkjar fengju hækkun fyrr en 8 mánuðum seinna en verkafólk! Þessi framkoma ríkisstjórnarinnar við lífeyrisþega er til skammar.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband