Góð og slæm skattaskjól?

Alþingi hefur verið  að ræða skattaskjólin síðustu daga.Þar hefur verið tekist á og segja má,að ágreiningurinn snúist um það hvort til séu góð og slæm skattaskjól.Stjórnarandstaðan berst gegn skattaskjólum,vill láta rannsaka hvaða íslensk félög og einstaklingar eru í skattaskjólum.Þar virðist það sjónarmið rikjandi,að þeir sem fari með félög og fjármuni i skattaskjól hafi eitthvað að fela og vilji komast hjá skattgreiðslum til íslensks samfélags.Fjármálaráðherra virðist hins vegar telja,að til séu góð skattaskjól,þar sem heiðarlegir skattgreiðendur geymi fjármuni sína og borgi alla skatta af þeim.Hann kveðst vilja ná í skottið á skattsvikurum en láta hina í friði.

Gallinn er sá,að engin leið er að sannreyna hverjir þeirra,sem eru í aflandsfélögum   standi skil á sínu.Í skattaskjólum aflandsfélaga þarf ekkert að gefa upp,ekki að skila neinu bókhald og ekki að leggja fram ársreiknnga. Þess vegna geta menn, sem þar eru stolið öllu undan ef þeir vilja það við hafa.Þess vegna vil ég að sett verði lög gegn þátttöku Íslendinga í skattaskjólum.Það er einfaldasta og hreinlegasta leiðin.

Okkar ríkisborgarar hafa ekkert að gera í skattaskjól.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband