Lífeyrir aldraðra og öryrkja á að vera skattfrjáls!

Ríkisvaldið skammtar öldruðum og öryrkjum naumlega með annarri hendi og tekur til baka hluta með hinni í skatta þannig,að eftir verður hungurlús,sem ekki er unnt að lifa af hjá þeim,sem aðeins hafa tekjur frá almannatryggingum.Í Noregi er lífeyrir aldraðra skattfrjáls og auðvitað á það að vera eins hér.

Einhleypur eldri borgari á Íslandi hefur 207 þúsund krónur á mánuði eftir skatt frá Tryggingastofnun á manuði en sá sem er í hjónabandi eða í sambúð hefur 185 þúsund krónur á mánuði eftir skatt.Það sér hver maður,að ekki er unnt að lifa mannsæmandi lífi af þessum upphæðum. Einheypingur verður að greiða af lífeyrinum 40 þúsund í skatt og sá,sem er í sambúð eða hjónabandi verður að greiða 27 þúsund. Alþingi og ríkisstjórn verður að taka rögg á sig og stórhækka lífeyri þessara hópa.Það er stutt eftir af þinginu,þar eð kjósa á í haust.Þetta verður því að gerast hratt.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband