Efna stjórnarflokkarnir kosningaloforðin í ágúst?

 

Það styttist til þingkosninga.Gömlu flokkarnir standa illa: Sjálfstæðisflokkurinn er komin niður fyrir 20% samkvæmt skoðanakönnunum ( með 19,7%).Var 35-40% flokkur. Framsóknarflokkurinn hefur hrapað úr 24% í síðustu þingkosningum í 9,5% samkvæmt skoðanakönnunum og Samfylkingin er með 9% miðað við 13% í síðustu kosningum en flokkurinn tapaði miklu fylgi i kosningunum 2013.VG getur tæplega talist gamall flokkur; það er svo stutt síðan flokkurinn var stofnaður. En VG er eini flokkurinn sem heldur sæmilega í horfinu.Hvers vegna skyldu gömlu flokkarnir standa svona illa.Hvers vegna skyldi fylgið fara yfir  á nýja flokka,Pirata og Viðreisn? Það er vegna þess,að kjósendur treysta ekki gömlu flokkunum. Þeir hafa svo oft svikið kjósendur.

Stjórnarflokkarnir lofuðu  láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið. Þeir sviku það. Framsóknarflokkurinn lofaði að afnema verðtrygginguna. Flokkurinn sveik það. Stjórnarflokkarnir lofuðu að leiðrétta lífeyri aldraðra og öryrkja vegna kjaragliðnunar krepputímans. Þeir sviku það.Sjálfstæðisflokkurinn lofaði að afnema tekjutengingu almannatrygginga vegna aldraðra. Hann hefur svikið það.Samfylkingin og VG lofuðu að koma á norrænu velferðarkerfi í stjórnartíð sinni.Þeir sviku það.

Kjósendur hafa fengið nóg af sviknum loforðum.Þeir láta ekki bjóða sér slíkt lengur.Flokkarnir ættu að taka upp ný vinnubrögð og nýja framkomu við kjósendur  strax og láta það koma fram ,þegar þing kemur saman í ágúst. Það eru síðustu forvöð fyrir stjórnarflokkanna að efna kosningaloforðin,sem þeir gáfu öldruðum og öryrkjum fyrir siðustu þingkosningar.Ef þeir efna þessi loforð í ágúst,þegar þing kemur saman á ný er það merki um ný vinnubrögð.Við skulum vona,að slík verði raunin.Framtíð alþingis er í húfi.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband