Hvað hefur verið efnt af kosningaloforðum?

Þegar núverandi ríkisstjórn kom til valda 2013 afturkallaði hún 2 atriði kjaraskerðingar aldraðra og öryrkja frá 2009 en alls var um 6 atriði kjaraskerðingar að ræða á því ári.Lofað var að afturkalla öll þeirra. En þar fyrir utan var stærsta kosningaloforðið að leiðrétta lífeyri vegna kjaragliðnunar.Ríkisstjórnin afturkallaði skerðingu frítekjumarks vegna atvinnutekna og afturkallaði skerðingu grunnlífeyris.Annað gerði hún ekki á sumarþinginu 2013.En þessi leiðrétting stendur ekki lengi,þar eð samkvæmt drögum að nýju frumvarpi um almannatryggingar verður hvort tveggja fellt úr gildi aftur:Frítekjumark vegna atvinnutekna,109 þúsund krónur á mánuði, verður afnumið. Í staðinn kemur 45% skerðing vegna atvinnutekna.Og grunnlífeyrir verður felldur niður samkvæmt frumvarpsdrögunum.Og ríkisstjórnin minnist ekki  á stærsta kosningaloforðið: Leiðréttingu lífeyris vegna kjaragliðnunar. Til þess að standa við það loforð þarf að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um 20-23%. Það munar um það.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband