Mannréttindabrot framin á öldruðum og öryrkjum ítrekað!

 

Það er alltaf verið að brjóta mannréttindi á öldruðum og öryrkjum. Árin 2009 og 2010 var lífeyrir frystur eins og eg sagði frá í gær.. Láglaunafólk fékk á því tímabili 16% kauphækkun en aldraðir og öryrkjar fengu ekki eina krónu eftir 1. jan. 2009. 1. maí sl. fékk láglaunafólk 31 þúsund króna kauphækkun á mánuði en aldraðir og öryrkjar fengu ekki eina krónu. Og lífeyrisþegum var hreinlega tilkynnt, að þeir fengju enga hækkun í 8 mánuði! Þetta er mismunun og gróft mannréttindabrot.

     Lífeyrisþegum var neitað um hliðstæðar kjarabætur og launþegar voru að fá. Nær allir launþegar landsins voru að fá verulegar kjarabætur en lífeyrisþegar voru sniðgengnir. Ríkisstjórnin neitaði eftirlaunamönnum um sömu hækkun. Ég tel þetta brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og brot á 76. greininni en samkvæmt henni er réttur aldraðra og öryrkja til þess að taka eðlilegan þátt í samfélaginu varinn.

Það er ekki nóg að hækka lífeyri miklu minna 8 mánuðum seinna en laun hækka en þannig hafði ríkisstjórnin það. Hún hélt lífeyri niðri,óbreyttum í 8 mánuði á meðan launþegar fengu 14,5% hækkun og á meðan ráðherrarnr sjálfir,þingmenn,dómarar og  umboðsmaður alþingis fengu miklar hækkanr afturvirkar,ekki frá 1.mai,nei frá 1.mars.Minna dugði ekki fyrir þessa toppa!

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband