Mannréttindamál í algerum ólestri hér

Vinnuhópur vinnur að skýrslu um stöðu mannréttindamála á Íslandi.Haldinn var  fundur í Iðnó þann 7. júní síðastliðinn  um málið.Meðal annars mætti Helga Björk Grétudóttir þar og gerði athugasemdir. Margar athugasemdir bárust sem hafa nýst vinnuhópnum vel við skýrslugerðina. Drög að skýrslu um stöðu mannréttindamála á Íslandi liggja nú fyrir og hafa verið birt á vefsíðu innanríkisráðuneytisins.

Skýrslugerðin er hluti af svokölluðu UPR ferli (Universal Periodic Review), en því var komið á fót árið 2006 af hálfu Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Ferlið felur í sér allsherjarúttekt á stöðu mannréttinda í aðildarríkjum SÞ og taka öll ríki þess þátt í þessu starfi og skila af sér skýrslu um stöðu mannréttindamála hjá sér. Önnur aðildarríki fá svo tækifæri til þess að gera athugasemdir við það sem þau telja skorta á eða hrósa viðkomandi ríki fyrir það sem vel er gert. Tilgangur ferlisins er að bæta stöðu mannréttinda í öllum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna og er þetta í annað skiptið sem Ísland skilar skýrslu sem þessari. Fyrri athugunin fór fram árið 2011 og hefur Ísland unnið að því að vinna úr þeim athugasemdum sem þá komu fram.

Vinnuhópur á vegum þeirra ráðuneyta sem koma að skýrslugerðinni hefur lagt mikla áherslu á samráð við frjáls félagasamtök og almenning í þeirri vinnu sem fram hefur farið til þessa. Nú gefst öllum tækifæri til þess að koma fram með athugasemdir um efnistök skýrslunnar. 
Athygli er vakin á því að skýrsludrögin eru á ensku, en skila á lokaskýrslunni til Sameinuðu þjóðanna á ensku þann 1. ágúst.  Ef einhverjir sjá sér ekki fært að koma að athugasemdum vegna þessa, þá er þeim að sjálfsögðu heimilt að hafa samband við ráðuneytið. Athugasemdum má þó að sjálfsögðu skila á íslensku.

84 athugasemdir hafa verið gerðar við stöðu mannréttindamála á Íslandi.Segja má,að mannréttindamál hér séu í algerum ólestri.Haldinn verður fundur í Genf í haust um skýrslu Sþ. á vegum Mannréttindaráðs Sþ.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband