Frumvarp um afnám verðtryggingar komið fram

 

 

 

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir alþingismaður Samfylkingar hefur upplýst, að hún hafi i janúar sl  lagt fram frumvarrp til laga um afnám verðtryggingar.Framsóknarflokkurinn sýndi málinu engan áhuga.Áður en Sigríður Ingibjörg lagði málið fram hafði hún reynt í heilt ár að fá Sigmund Davíð þáverandi forsætisráðherra til þess að  ræða við sig um verðtrygginguna í sérstakri umræðu á þinginu. En Sigmundur Davíð var ófáanlegur til þess. Sigríður er því mjög hissa á því, að nú hafi  Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknar fengið áhuga á málinu hálfu ári eftir að málið var lagt fram í þinginu.Það er einnig undrunarefni,að Sigmundur Davíð skyldi ekki fá áhuga á verðtryggingarmálinu fyrr en nú eftir að það hefur legið í þinginu i rúmt hálft ár.

 Af því,sem hér hefur verið sagt er ljóst, að áhugi Sigmundar Davíðs og Silju Daggar á verðtryggingarmálinu er ekki ósvikinn.Sennilega er þeim báðum ljóst,að Sjálfstæðisflokkuinn er andvígur afnámi verðtryggingar.Og þess vegna er málflutningur þeirra fyrst og fremst áróður, kosningaáróður en ekki til þess að koma málinu fram.Á þetta reynir í þinginu við umræður um frumvarp Sigríðar Ingibjargar.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband