Framlög til lífeyristrygginga jukust meira í tíð stjórmar Jóhönnu en í tíð núverandi stjórnar!

Bjarni Benediktsson hefur nú tekið upp sömu áróðurstækni og Sigmundur Davíð í umræðu um velferðarmál; setur fram miklar fullyrðingar og stórar tölur án þess að rökstyðja þær.Þannig reynir hann að sannfæra alþingi um,að  185-207 þúsund krónur á mánuði eftir skatt sé nóg fyrir aldraða og öryrkja á sama tíma og ráðherrarnir eru með  1 1/2 milljón á mánuði.Athugun á staðtölum Tryggingastofnunar leiðir í ljós,að þrátt fyrir fullyrðingar Bjarna um mikil afrek núverandi stjórnar í velferðarmálum  nær núverandi stjórn ekki einu sinni sama árangri og kreppustjórnin. Framlög til lífeyristrygginga TR jukust á kreppuárunum 2009-2013 um 17 milljarða en í tíð núverandi stjórnar jukust þau um 11,7 milljarða.Í þessu sambandi skiptir engu máli hvað framlög almannatrygginga til ýmissa annarra þátta trygginganna hafa aukist .Aldraðir og öryrkjar hafa áhuga á að vita um þróun elli-og örorkulifeyris en ekki hvað miklu hefur verið ráðstafað i dánarbætur,

sjúkrabætur,endurhæfingarlífeyri,atvinnuleysisbætur,barnalífeyri,mæðralaun,feðralaun,makabætur o.s frv.Bjarni getur lagt saman framlög til allra þessara bóta en það breytir engu í sambandi við afkomu aldraðra og öryrkja.Eftir sem áður hafa þeir aðeins 200 þúsund á mánuði eftir skatt sem dugar ekki til framfærslu.Mikil afrek Bjarna og Sigmundar Davíðs á þessum vettvangi gagnast ekki öldruðum og öryrkjum.Þetta eru reikningskunstir sem hjálpa lífeyrisþegum ekki. Sigmundur Davíð má eiga það,að hann sagði í viðtali við INN að bæta þyrfti kjör aldraðra og 0ryrkja strax.

Fyrir skömmu birti ég tölur sem sýndu að lífeyrir sem hlutfall af lágmarkslaunum eru lægri í tíð núverandi stjórnar en í tíð kreppustjórnarinnar. Það segir mikið.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Ég er altaf að reyna að finna út hvaða velgjörning eg hef fengið síðustu 10 ár.

 Eg er með lifeyrisjóð alls 28 þúsund. þar sem einum sem eg borgaði í var stolið.

  Þessi upphæð var 25 þúsund þegar eg þurfti að flytja og kaupa litla íbúð þar sem  greiðsla af láninu var sama  upphæð og lífeyrissjóðs greiðsla mín var.

 Nú stendur lifeyrisjóðurinn þrátt fyrir allt ávöxtunartal toppa þar í sömu upphæð- eg borga hinsvegar eftir smá niðurfellingu  núna 36 þúsund af láninu sem er komið upp í sjö miljónir upphaflegt lán 3 miljónir.

 TR. laun hafa hækkað synist mer siðustu 10 ár um 4000 kr.

  þeir einu sem hafa notið góðgerða núverandi Ríkisstjórnar eru þeir sem hafa háar lífeyrisgreiðslur  og eru stóreignafólk- það eins og alltaf fær peninga fyrir að eiga peninga.

Erla Magna Alexandersdóttir, 23.8.2016 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband