Vilja Sigmundur Davíð og Eygló efna kosningaloforðin við aldraða og öryrkja?

Sigmundur Davíð formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra og Eygló Harðardóttr félagsmálaráðherra samþykktu bæði á flokksþingi Framsóknarflokksins fyrir kosningar 2o13 að leiðrétta kjaragliðnun (kjaraskerðingu) krepputímans.Til þess að standa við það loforð þarf að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um 23%.Þau hafa ekki efnt þetta stóra kosningaloforð ennþá þó liðin séu meira en 3 ár frá því það var gefið. En nú segjast þau bæði vilja bæta kjör aldraðra og öryrkja.Það eru hæg heimatökin hjá þeim með það: Þau geta flutt frumvarp á alþingi strax á morgun um að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um 23% til þess að leiðrétta kjaragliðnun krepputímans,2009-2013.Það skiptir ekki máli hvort Sjálfstæðisflokkurinn samþykkir slíkt frumvarp,þar eð minnhlutinn allur á alþingi mundi samþykkja það.Flutningur frumvarps eins og hér er rætt um er eina leiðin fyrir Sigmund og Eygló til þess að sýna fram á,að þeim sé alvara með að vilja bæta kjör aldraðra og öryrkja.Geri þau það ekki meina þau ekkert með tali um að þau vilji bæta kjör aldraðra og öryrkja.Þá er þetta aðeins ódýr kosningabrella.

Hækkun á lífeyri aldraðra og öryrkja um 23% mundi skipta sköpum fyrir afkomu þeirra.Slík hækkun þarf að eiga sér stað strax.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Okkur hjónum leist sem svo að líklega væri þessi Eygló Harðardóttir brúkleg manneskja en svo gerðist ekkert í húsnæðismálum og hún var komin með allt niðurumsig og Bjarni Ben setti ofaní við hanna en ekkert gerðist fyrr en að henni áskotnaðist slatti af útlendingum og lenti hún þá í þvílíkri því líkri  gleði vímu og geislaði svo sem morgunstjarna og auglýsti snarlega eftir húsnæði handa fólki sem kann ekki að eiga heima hjá sér. 

En hvað með Íslendingana ?  Það hefur eingin fjölmiðill spurt að því, og að sjálfsögðu allrasíst ríkisfjölmiðillinn.    

 

 

 

Hrólfur Þ Hraundal, 24.8.2016 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband