Kosningaloforðin: Lífeyrir hækki strax og skerðingum vegna greiðslna úr lífeyrissjóði hætt alveg

Um það leyti sem ráðherrarnir Bjarni Benediktssson og Eygló Harðardóttir ákváðu það í fyrra,að aldraðir og öryrkjar skyldu ekki fá neina hækkun lífeyris í 8 mánuði sagði Sigmundur Davíð,þá forsætisráðherra að hækkun aldraðra og öryrkja yrði sú mesta í sögunni. Það reyndust 12 þúsund krónur eftir skatt!Sennilega hefur Sigmundur Davíð meint,að launahækkun ráðherrann yrði sú mesta í sögunni en þeir Bjarni og Eygló fengu 900 þúsund króna kauphækkun (9 mánuði til baka)! En sjálfur fékk hann enn meira. Samt neituðu allir ráðherrarnr öldruðum og 0ryrkjum um afturvirka kauphækkun eins og þeir fengu sjálfir.

Nú er Bjarni Benediktsson farinn að nota sama orðalag og Sigmundur Davið og segir,að hækkun sú á "bótum" TR sem ríkisstjórnin hafi veitt sé sú mesta í sögunni.Bjarni er sennilega að tala um þessa 12 þúsund króna hækkun!Aðra hækkun hafa aldraðir og öryrkjar ekki fengið.

 Eygló Harðardóttir kvaðst ekki geta samþykkt fjármálaáætlun ríkisstjórnarnnar ,þar eð framlög til lífeyrisþega væru of lág.Hún kom auga á það þó seint væri.Sigmundur Davíð hefur einnig vitkast þó seint væri. Hann sagði á INN sjóvarpi,að það þyrfti að bæta kjör aldraðra og öryrkja.

Með hliðsjón af þessum yfirlýsingum ættu þessir aðilar að geta sameinast um það með Bjarna að efna kosningaloforðin við aldraða og öryrkja frá 2013 og hækka lífeyri strax um 23 % til þess leiðrétta lífeyrinn vegna kjaragliðnunar krepputímans.Síðan þarf einnig að afnema skerðingar lífeyris TR vegna lífeyrissjóðs og vegna tekna af atvinnu og fjármagni samkvæmt loforði Bjarna um afnám tekjutenginga.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Magnússon

Sæll Björgvin,

Ég hélt að þú værir talsmaður aldraðra svo ég skil ekki þennan frasa þinn um aldraða og öryrkja því ég er ekki viss um að þessir hópar eigi samleið, m.a. með tilliti til afstöðu talsmanna þeirra í nefnd um endurskoðun almannatryggingalaga, þar sem fulltrúar öryrkja höfnuðu tillögum sem fulltrúar aldraðra samþykktu.  Mér finnst þú verða að gefa upp hvorum hópnum þú fylgir, því það er munur á afstöðu hópanna.

Það er spurning hvort þessi tvöfeldni þín leiði til þess að aldraðir fái ekki kjarabætur?

Jón Halldór Magnússon, 25.8.2016 kl. 19:28

2 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæll Jón!

Ég var formaður kjaranefndar Félags eldri borgara í Rvk þar til í febrúar sl, að ég sagði af mér eftir 10 ára starf.Sem slíkur gætti ég fyrst og fremst hagsmuna aldraðra og barðist fyrir þá. Núna er ég pistlahöfundur og skrifa reglulega greinar í Fréttablaðið um kjaramál aldraðra og oftast einnig um kjaramál öryrkja. Mér er það ljóst, að hagsmunir aldraðra og öryrkja fara ekki alltaf saman en oft gera þeir það. Til dæmis eru þeir aldraðir og öryrkjar,sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatryggingum með sv ipaðan lífeyri; aðeins þeir öryrkjar,sem hafa aldurstengda örorkuuppbót hafa örlítið hærra.En aðrir eldri borgarar og öryrkjar hafa mjög ólík kjör. En ég er fyrst og fremst að berjast fyrir bættum kjörum þeirra  eldri borgara,sem eingöngu hafa tekjur frá TR,þar eð ekki er unnt að lifa mannsæmandi lífi af þeim lága lífeyri,sem þeir fá.En þegar þeir lægst launuðu fá hækkun,hækka aðrir samsvarandi. Ég berst að vísu einnig fyrir afnámi tekjutenginga, sem mundi þýða það ,ef málið næði fram að ganga að hætt yrði að skerða lífeyri TR vegna lífeyrisgreiðslna, og tekna af atvinnu og fjármagni. Það mál mundi nýtast stórum hópi aldraðra.

Með bestu kveðju

Björgvin Guðmundsson

Björgvin Guðmundsson, 25.8.2016 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband