Fjármálaráðherra beitir blekkingum!

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var spurður að því á alþingi í vikunni hvort hann teldi,að hann hefði staðið við loforð sitt til aldraðra um að afnema tekjutengingar lífeyris aldraðra.Bjarni svaraði: Já ég held,að við höfum staðið afskaplega vel við það loforð.Fyrsta verk ríkisstjórnarinnar var að afnema  tekjutengingu grunnlífeyris. Hér beitir ráðherrann grófum blekkingum. Hann þykist ekki vita hverju hann lofaði með loforði sínu:

1.Hann lofaði að afnema alla skerðingu lífeyris aldraðra hjá TR vegna allra greiðslna úr lífeyrissjóðum,ekki aðeins vegna grunnlífeyris.Lífeyrissjóðsgreiðslur valda einnig skerðingum tekjutryggingar og heimilisuppbótar.

2.Hann lofaði að afnema alla skerðingu lífeyris aldraðra hjá TR vegna atvinnutekna.

3. Hann lofaði að afnema skerðingu lífeyris vegna fjármagnstekna. 

Það átti samkvæmt loforðinu að afnema þessar skerðingar alveg.

Bjarni hefur hvorki afnumið skerðingar vegna atvinnutekna né fjármagnstekna. Og hann hefur aðeins afnumið 5-10% skerðingu vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Ríkisstjórn Jóhönnu ákvað að reikna greiðslur úr lífeyrissjóði með tekjum við útreikning á grunnlífeyri.Við það hlutu þeir sem höfðu mjög háan lífeyrissjóð skerðingu og misstu grunnlífeyri. Breyting núverandi stjórnar þýddi,að þessir hátekjumenn fengu grunnlífeyri sinn á ný.En Bjarni lofaði miklu meira. Hann lofaði að afnema alla skerðingu lífeyris TR vegna allra greiðslna úr lífeyrissjóði,þ.e, líka hjá þeim,sem hafa mjög lítinn lífeyrissjóð.Bjarni beitir hér grófum blekkingum og reynir að telja fólki trú um að hann sé að uppfylla loforð sitt,þegar hann er í raun að efna aðeins örlítinn hluta þess,sennilega aðeins 5% og varla það.En að lokum má svo bæta við,að samkvæmt frumvarpi félagsmálaráðherra á að afturkalla leiðréttingu grunnlífeyris og fella hann niður á ný hjá þeim tekjuhærri.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Sé pólitískt þroskastig núverandi fjármálaráðherra mælt í lífsins skrefum, svosem skírður, fermdur, giftur, miðaldra eða ellilífeyrisþegi, getur hann trauðla talist meira rétt nýgenginn til prests, fyrir fermingu. Tekjutenging eldri borgara, sem sífellt skerðir áunnin réttindi þeirra, er ólíðandi með öllu. Hafðu þakkir fyrir, Björgvin, að berja lyklaborðið, samferðamönnum þínum og konum til varnar.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 26.8.2016 kl. 02:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband