Engin tillaga á alþingi um kjarabætur til aldraðra.Svik stjórnarflokkanna blasa við

Alþingi hefur nú verið " að störfum" í 10 daga.Marga daga hefur það verið alveg verklaust eins og ekkert liggi fyrir.Þó hefur engin tillaga um kjarabætur til handa öldruðum og 0ryrkjum enn verið flutt.Ráðherrarnir hafa ekki enn flutt tillögu um að efna kosningaloforðin,sem gefin voru öldruðum og öryrkjum fyrir kosningarnar 2013.Það er nú alveg orðið ljóst,að þeir ætla ekki að efna  þessi kosningaloforð.Þeir ætla að svíkja þau og þar á meðal stærsta kosningaloforðið um að leiðrétta lífeyri aldraðra og öryrkja vegna kjaragliðnunar krepputímans (2009-2013)Til þess að efna það loforð þarf að hækka lífeyri um 23%.Aldraða og öryrkja munar um þá hækkun og þeir geta ekki lánað ríkinu þetta lengur.Þeir þurfa að fá sína hækkun strax.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lofaði eldri borgurum því í sérstöku bréfi til þeirra fyrir kosningar 2013 að afnema allar tekjutengingar lífeyris aldraðra.Í umræðum á alþingi í vikunni lét hann eins og hann væri búinn að efna þetta loforð."Minni" hans hefur áður brugðist honum í óþægilegum málum.Ég rifjaði upp í gær,að Bjarni eða ríkisstjórnin hefur aðeins efnt ca 5% af loforðinu sem hann gaf í bréfinu til eldri borgara. Ríkisstjórnin tók upp á ný grunnlífeyri til þeirra,sem hafa  yfir 500 þúsund á mánuði úr lífeyrissjóði og afnam  skerðingu  lífeyris vegna grunnlífeyris hjá þeim,sem hafa yfir 215 þúsund krónur á mánuði úr lífeyrissjóði.Ríkisstjórnin hefur ekki afnumið skerðingu lífeyris vegna atvinnutekna eða fjármagnstekna þrátt fyrir loforð Bjarna og stór hópur eldri borgara með greiðslur úr lífeyrissjóði undir 215 þúsund á mánuði hefur sætt og sætir skerðingum lífeyris TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Ríkisstjórnin hefur ekki afnumið þær skerðingar þrátt fyrr loforð Bjarna.

En það er alveg ljóst,að ekki stendur til að efna þetta loforð um afnám tekjutenginga ( skerðinga) þrátt fyrir loforð Bjarna. Þvert á móti hefur félagsmálaráðherra boðað,að grunnlífeyrir verði felldur niður á ný skv frumvarpi um almannatryggingar!

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband