Kári snýr baki við Bjarna.Ekki að marka eitt einasta orð!

Kári Stefánsson skrifar grein í Morgunblaðið í gær undir fyrirsögninni:Ekki að marka eitt einasta orð. Þar er Kári Stefánsson að skrifa um Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins. Kári var kominn á þá skoðun að Bjarni vildi efla velferðarkerfið.En þegar Bjarni lagði fram og samþykkti á alþingi 5 ára áætlun ríkisfjármála,sem ekki gerði ráð fyrir neinni aukningu til velferðarmála (þar á meðal málefna aldraðra og öryrkja)komst Kári að þeirri niðurstöðu,að það væri ekki að marka eitt einasta orð hjá honum.Hann væri fæddur með silfurskeið í munni og það væri  gegn eðli hans að styðja aukin framlög til velferðarmála þó hann í orði hefði sagt,að hann vildi það.Niðurstaða Kára er sú,að koma verði Kára frá í stjórnmálunum.

Þessi afstaða Kára kemur heim og saman við þá skoðun sem ég hef sett fram í blaðagreinum.Ég hef sagt,að í næstu kosningum ættum við að kjósa kjarabætur til handa öldruðum og öryrkjum,við ættum ekki að kjósa þá sem svikið hafa kosningaloforðin við aldraða og öryrkja; þar er Bjarni Ben  fremstur í flokki.Hann hefur svikið öll stærstu loforðin við aldraða og 0ryrkja,bæði sem flokksformaður og persónulega (sbr bréf hans til eldri borgara)Ég tek þvi undir orð Kára. Það er ekki að marka eitt einasta orð hjá Bjarna.

Og sama er að segja um Sigmund Davíð. Hann hefur einnig sem formaður Framsóknar svikið kosningaloforðin við aldraða og öryrkja. Við getum því hvorki kosið Bjarna né Sigmund Davíð og ekki heldur flokka þeirra. Þeir hafa báðir svikið aldraða og öryrkja.Það er ekki að marka eitt einasta orð þeirra.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Gildishlaðin umfjöllun um enn gildishlaðnari ályktun eins kunnasta vísindamanns þjóðarinnar.

Um trúverðugleika stjórnmálamanna þar sem fyrirheit um leiðréttingar á kjörum jaðarhópa eru svikin.

Og um formenn beggja ríkisstjórnarflokkanna og pólitíska forystumenn á yfirstandandi kjörtímabili.

Engar athugasemdir - hvað þá andmæli eða tilraunir til að leiðrétta.

Athyglisvert!

Árni Gunnarsson, 28.8.2016 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband